Á þessu ári er þess minnst að liðin eru 100 ár frá því að hafist var handa við að nýta raforku á Íslandi. Þess verður minnst með ýmsum hætti á næstu mánuðum.
Í dag gekk í Hæstarétti endanlegur dómur um lögmæti málsmeðferðar við mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar. Staðfesti Hæstiréttur afdráttarlausa niðurstöðu héraðsdóms og hafnaði öllum kröfum stefnenda málsins, Náttúruverndarsamtaka Íslands o.fl., um ógildingu úrskurðar umhverfisráðherra um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar.
Í Ríkisútvarpinu 15. janúar kom fram að ASÍ telur að stóriðjuframkvæmdirnar við Kárahnjúka skili sér í mun minna mæli inn í íslenskan vinnumarkað en gert var ráð fyrir í upphafi. Landsvirkjun hefur í tæpt ár bent á það að hlutfall erlends vinnuafls verði verulegt.
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra, og Friðrik Sophusson, forstjóri LV, undirrituðu í gær samkomulag um lok samstarfs um Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og LV (MIL). Samkomulagið tekur gildi þann 1. janúar 2004.
Matsskýrsla vegna fyrirhugaðrar Bjarnarflagsvirkjunar hefur verið lögð fram hjá Skipulagsstofnun. Bornir eru saman þrír kostir fyrir staðsetningu stöðvarhúss og önnur mannvirki virkjunarinnar.
Föstudaginn 19. desember sl. undirritaði Qorlortorsuaq samsteypan, sem er í eigu E. Pihl & Søn í Danmörku, YIT í Finnlandi, Ístaks og Landsvirkjunar, verksamning við Nukissiorfiit rafveituna á Grænlandi um byggingu Qorlortorsuaq (Stórifoss) virkjunarinnar ásamt flutningsvirkjum.
Breska umhverfismálatímaritið The Ecologist birtir grein í nýjasta tölublaðinu þar sem Kárahnjúkavirkjun og Alcoa er fundið flest til foráttu. Alcoa hefur séð ástæðu til að svara ýmsu því sem þar kemur fram.
Í dag, 19. desember 2003, voru opnuð tilboð í tvær stíflur við Hálslón Kárahnjúkavirkjunar, Sauðárdalsstíflu KAR-12 og Desjarárstíflu KAR-13. Er önnur stíflan, Desjarárstífla, austan megin við Kárahnjúkastíflu en hin stíflan Sauðárdalsstífla vestan megin.
Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja
Í framhaldi af grein Susan DeMuth í helgarblaði Guardian þar sem dregin er upp afar villandi mynd af Kárahnjúkavirkjun, Alcoa og íslensku samfélagi áttu sér stað nokkur bréfaskipti milli Landsvirkjunar og ritstjórnar Guardian eins og birst hefur hér á vefnum.
Í kjölfar greinar um Kárahnjúkavirkjun í Guardian-Weekend spurðu sig margir að því hvort Landsvirkjun stæði að herferð gegn Ómari Ragnarssyni, fréttamanni. Í bréfi til Landsvirkjunar kemur fram að svo er alls ekki.
Ný heimildarmynd um Kárahnjúkavirkjun verður frumsýnd í Sjónvarpinu þriðjudaginn 16. desember.
Landsvirkjun og Ferðafélag Fljótsdalshéraðs hafa gert með sér samstarfssamning til þriggja ára um eflingu ferðamennsku og útivistar á Snæfellssvæðinu.
Grein Susan De Muth lausapenna í helgarrit the Guardian, eins helsta dagblaðs í Bretlandi, þar sem hún fjallaði um Kárahnjúkavirkjun og íslenskt samfélag hefur vakið athygli hér á landi.
Undanfarin ár hefur Landsvirkjun verið bakhjarl Þjóðminjasafnsins. Á laugardaginn opnar Þjóðminjasafnið afmælissýningu og vefsíðu sem unnin er í samstarfi við Landsvirkjun.
Landsvirkjun fékk í haust Landgræðslu ríkisins til að setja upp listaverk Gjörningaklúbbsins fyrir framan mannvirki Vatnsfellsvirkjunnar.
Á síðastliðnum 10 árum hefur gróðurfar, grunnvatnsstaða og strandmyndun við Blöndulón verið rannsökuð. Borgþór Magnússon, gróðurvistfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands tók saman helstu niðurstöður þessara rannsókna á fræðslufundi í Náttúrufræðistofnun Íslands.
Fulltrúar Landsvirkjunar og þýska fyrirtækisins DSD Stahlbau GmbH undirrituðu í dag samning upp á nærri 2.3 milljarða króna, fyrir utan virðisaukaskatt, um stálfóðrun fallganga Kárahnjúkavirkjunar.
Fimmtudaginn 20. nóvember verður haldin ráðstefna um breytingar á skipan raforkumála á Íslandi. Ráðstefnan verður haldin í hátíðarsal Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1.
Hvernig meta forystumenn Alþjóðaorkuráðsins (World Energy Council) ástand og horfur í orkumálum heimsins? Við birtum hér nýlega grein eftir Gerald Doucet aðalritara WEC þar sem hann leggur mat á framboð og eftirspurn á orkumörkuðum heimsins næstu áratugina og fjallar um viðleitni til að auka sjálfbærni í orkumálum.
Fimm teymi hafa verið valin til þátttöku í Startup Orkídeu á vegum Icelandic Startups og Landsvirkjunar.
Straumlind skrifaði nýverið undir samning við Landsvirkjun og bætist því í hóp heildsölufyrirtækja í viðskiptum við okkur.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, undirritaði í dag samstarfssamninga um tvö verkefni sem bæði hafa það markmið að efla græna nýfjárfestingu í atvinnulífinu: Græna dregilinn og Græna iðngarða.
Landsvirkjun og Norðurál hafa gert milli sín samkomulag um að aflétta trúnaði af rafmagnssamningum milli fyrirtækjanna tveggja. Það er von okkar að birtingin styðji við og auki opinbera og opna umræðu um orkumál á Íslandi.
Tveir nýir framkvæmdastjórar hafa verið ráðnir til starfa hjá Landsvirkjun, þær Ásbjörg Kristinsdóttir og Jóna Bjarnadóttir.
Forstjóri Landsvirkjunar ritaði í gær, 23. febrúar, undir viljayfirlýsingu fyrir hönd fyrirtækisins um að ganga til viðræðna um kaup ríkisins á hlut Landsvirkjunar í Landsneti hf. Breyting á eignarhaldi Landsnets hefur verið í bígerð um nokkurt skeið.
Afkoma litast af heimsfaraldrinum.
Landsvirkjun og Rio Tinto á Íslandi hafa samþykkt viðauka við raforkusamning fyrirtækjanna frá árinu 2010. Samkomulagið rennir styrkari stoðum undir samkeppnishæfni álversins í Straumsvík við áframhaldandi starfsemi þess.
Hafin er undirbúningur að orkuskiptum í Bolungarvíkurhöfn.
Á fjórtán starfsárum sjóðsins hefur hann veitt styrki að upphæð 788 milljónir króna.
Þegar fullyrðingar eru hraktar með rökum er ekki vænlegt til árangurs að halda þeim til streitu.
Við höfum opnað fyrir umsóknir um sumarstörf fyrir ungmenni og nema.
Búrfellslundur hefur verið endurhannaður og sjónræn truflun af vindmyllum þar minnkuð mjög mikið.
Ísland verður laust við bensín og olíur eftir 30 ár, gangi Orkustefna til ársins 2050 eftir.
Orkugeirinn er gríðarlega spennandi starfsvettvangur fyrir ungt fólk til að stefna á.
Áhugaverð tækifæri eru fólgin í því að nýta sérstöðu Íslands til framleiðslu á rafhlöðum eða rafhlöðupörtum s.s. til að þjónusta rafbílaframleiðendur um heim allan.
Það er nærtækt að hugsa um hönnun þegar kemur að mannvirkjagerð en hönnun er líka nýsköpun og aðferð til að ná fram breytingum í þágu lífsgæða, umhverfis og atvinnulífs.
Getum orðið óháð jarðefnaeldsneyti fyrst þjóða.
Breytingar á orkukerfi heimsins eru í lykilhlutverki í baráttunni við loftslagsvána og bylting þarf að verða á lífsstíl fólks, neyslu og hegðun.