Landsvirkjun úthlutaði 58 milljónum króna úr Orkurannsóknasjóði fyrirtækisins í ár til margvíslegra verkefna á sviði umhverfis- og orkumála. Þetta var í þrettánda sinn sem úthlutað var úr sjóðnum, en alls hefur hann veitt styrki að upphæð 728 milljónir króna.