Landsvirkjun

Landsvirkjun heldur ársfund á hverju ári. Á ársfundum er fjallað um ýmsa stefnumarkandi þætti í starfsemi Landsvirkjunar auk þess sem farið er yfir árangur liðins árs. Á haustfundi Landsvirkjunar eru kynnt afmörkuð málefni sem eru ofarlega á baugi hverju sinni.

Fyrirtækið tekur einnig þátt í öðrum viðburðum og kynnir starfsemi sína í samvinnu við fyrirtæki og stofnanir.