Búrfellslundur

Kynningarfundur um mat á umhverfisáhrifum Búrfellslundar
fer fram föstudaginn 30. október, kl. 8.30-10.00

Nauthóll við Nauthólsveg, morgunkaffi frá kl. 8.00

Búrfellslundur

Mat á umhverfisáhrifum Búrfellslundar, vindmyllusvæðis ofan við Búrfell, liggur nú fyrir. Á fundinum verða helstu niðurstöður kynntar og rætt um möguleg áhrif á umhverfi lundarins.

Rafræn frummatsskýrsla sýnir framkvæmdina og áhrif hennar á myndrænan hátt. Hægt er að skila inn athugasemdum til Skipulagsstofnunar til 26. nóvember nk.

Skýrsluna má nálgast á burfellslundur.landsvirkjun.is

Allir velkomnir!

Skráning

Dagskrá

 • Rafrænt umhverfismat: Ný leið til samskipta við hagsmunaaðila
  Margrét Arnardóttir, verkefnastjóri vindorku hjá Landsvirkjun 

 • Hvaða áhrif hafa vindmyllurnar á umhverfið?
  Rúnar Dýrmundur Bjarnason, verkefnastjóri hjá Mannviti
 • Hvernig getur þú komið að málum?
  Jóna Bjarnadóttir, verkefnastjóri umhverfismála hjá Landsvirkjun

 • Fundarstjóri
  Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar