Orkumarkaðir í mótun: Verðmætasköpun og þjóðarhagur

Morgunverðarfundur fór fram 15. janúar 2019 á Reykjavík Hilton Nordica

  • Hvernig fást sem mest verðmæti úr orkuauðlindum Íslands?
  • Hvar stendur íslenskur raforkumarkaður í alþjóðlegum samanburði?
  • Hvernig er viðskiptum með raforku til stórnotenda háttað og hver eru tækifærin til framtíðar?

Á fundinum fjölluðu Magnús Árni Skúlason og Gunnar Haraldsson hagfræðingar hjá Reykjavík Economics og Intellecon um nýja skýrslu sem ber heitið „Orkuauðlindir Íslendinga og hagsæld til framtíðar“. Skýrslan og kynning þeirra eru aðgengilegar hér að ofan.

Valur Ægisson og Dagný Ósk Ragnarsdóttir frá viðskiptagreiningu Landsvirkjunar fóru yfir alþjóðlega samkeppni íslensks raforkuiðnaðar og ný tækifæri á stórnotendamarkaði. Kynningin er aðgengileg hér að ofan.

Að lokum voru pallborðsumræður þar sem Magnús Árni Skúlason, Gunnar Haraldsson og Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar Landsvirkjunar sátu fyrir svörum. Signý Sif Sigurðardóttir var fundarstjóri fundarins.

Takk fyrir komuna!

Dagskrá

Signý Sif Sigurðardóttir

Forstöðumaður fjárstýringar

Opnun fundar

Valur Ægisson

Forstöðumaður viðskiptagreiningar

Raforkuviðskipti stórnotenda og tækifæri Íslands

Dagný Ósk Ragnarsdóttir

Sérfræðingur viðskiptagreiningar

Raforkuviðskipti stórnotenda og tækifæri Íslands

Kristrún Frostadóttir

Aðalhagfræðingur Kviku banka

Stýrir pallborði

Stefanía G. Halldórsdóttir

Framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar

Pallborð

Gunnar Haraldsson

Hagfræðingur hjá Intellecon

Orkuauðlindir Íslendinga og hagsæld til framtíðar

Magnús Árni Skúlason

Hagfræðingur hjá Reykjavík Economics

Orkuauðlindir Íslendinga og hagsæld til framtíðar