Orkurannsóknasjóður í 10 ár

Opinn fundur var haldinn þann 24. maí kl. 14.00

Veröld - hús Vigdísar

Upptaka Kynningar

Orkurannsóknasjóður í 10 ár

Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar var stofnaður árið 2007 og hefur starfað í 10 ár. Árlega veitir sjóðurinn styrki til framhaldsnáms og rannsókna á sviði umhverfis- og orkumála.

Í tilefni að þessum tímamótum boðum við til opins fundar þar sem farið verður yfir starfsemi sjóðsins á tímabilinu og verða nokkur rannsóknaverkefni kynnt sem sjóðurinn hefur styrkt.

Verið öll velkomin!

Dagskrá

1. Yfirlit yfir starfsemi Orkurannsóknasjóðs 2007 - 2017.

Sveinbjörn Björnsson, formaður stjórnar Orkurannsóknasjóðs.

2. Kynning nokkurra rannsóknarverkefna sem sjóðurinn hefur styrkt.

Guðrún Gísladóttir, Háskóla Íslands.
Vistkerfisbreytingar á hálendi norðan Langjökuls síðustu árþúsundir.

Einar Sveinbjörnsson, Veðurvaktin ehf.
Vetrarís á Þingvallavatni.

Jóhannes Sturlaugsson, Laxfiskar ehf.
Gönguhegðun urriða í Efra-Sogi og Úlfljótsvatni.

Hrund Ó. Andradóttir, Háskóla Íslands.
Umhverfisrannsóknir í Lagarfljóti.

Guðrún Marteinsdóttir, Háskóla Íslands
Vistfræðileg tengsl ferskvatnsrennslis til sjávar og hrygningar og klaks þorsks.

Yan Lavallée, University of Liverpool. Erindið verður flutt af Sigurði Markússyni, Landsvirkjun
Mechanical and permeability constraints for improved geothermal reservoir exploitation at Krafla, Iceland.

Jóhann Örlygsson, Háskólanum á Akureyri. Erindið verður flutt af Sean M. Scully, Háskólanum á Akureyri.
Next Generation Biofuels from Protein-rich Biomass.

Tómas Jóhannesson, Veðurstofu Íslands
Mælingar á yfirborði og yfirborðsbreytingum íslenskra jökla með leysimælingum.

3. Pallborðsumræða um hlutverk sjóðsins