Samfélagsábyrgð og heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna

 
Morgunverðarfundur var haldinn fimmtudaginn 30. mars

Hótel Reykjavík Natura

Upptaka Skýrsla Kynning Harðar Kynning Ragnhildar Kynning Sigurðar

Velkomin á morgunverðarfund

Ný Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru viðmið til að takast á við fjölþætt vandamál. Hvernig þau verða uppfyllt er í höndum ríkja heims og mikilvægt að stjórnvöld, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar láti til sín taka. Landsvirkjun mun leggja áherslu á þrjú af heimsmarkmiðunum sem falla vel að áherslum fyrirtækisins; loftslagsmál, sjálfbæra orkuvinnslu og jafnrétti. Á fundinum deilum við reynslu okkar og leitum leiða til að skýra hvernig fyrirtæki geti breytt hnattrænum viðmiðum í raunverulegar aðgerðir.

Við hvetjum fólk til að mæta á fundinn með umhverfisvænum ferðamáta.

Allir velkomnir!

Dagskrá

Hörður Arnarson

Forstjóri Landsvirkjunar

Loftslagsmál - heimsmarkmið 13

Ragnhildur Arnljótsdóttir

Ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu

Jafnrétti kynjanna - heimsmarkmið 5

Sigurður Ingi Friðleifsson

Framkvæmdastjóri Orkuseturs

Sjálfbær orka - heimsmarkmið 7

Stella Marta Jónsdóttir

Forstöðumaður verkefnastofu Landsvirkjunar

Fundarstjóri