Landsvirkjun

Eftir að ákvörðun hefur verið tekin um að hefja skuli virkjanaframkvæmdir leggjum við mikinn metnað í hvert verk. Við byggjum til langs tíma og leggjum því mikla áherslu á gæði og vönduð vinnubrögð við byggingu virkjana ásamt lágmörkun á kostnaði.

Öryggismál eru forgangsverkefni við byggingu virkjana og er stefna okkar í öryggismálum svokölluð „núll-slysa stefna“ þar sem allt er gert sem mögulegt er til að koma í veg fyrir slys og öryggisvitund er í hávegum höfð frá upphafi verks til verkloka.

Verkefni í framkvæmd

Þeistareykir - 90MW

Fyrirtækið hefur unnið að uppbyggingu jarðvarmavirkjunar á Þeistareykjum til margra ára en rannsóknir gefa til kynna að svæðið bjóði upp á mikla möguleika. Fyrsta vél, 45 MW var gangsett í nóvember 2017 og seinni vélin var gangsett á öðrum ársfjórðungi 2018. 

Sjá nánar

Stækkun Búrfellsvirkjunar - 100MW

Stækkun Búrfellsvirkjunar mun hámarka nýtingu rennslis Þjórsár við Búrfell. Núverandi nýting rennslisorku við Búrfellsstöð er um 86% og talið er að um 410 GWst renni að jafnaði fram hjá stöðinni á ári hverju. Áætlað er að gangsetja stöðina vorið 2018.

Sjá nánar

Útboðsvefur

Á útboðsvef eru birtar útboðsauglýsingar þar sem áhugasömum aðilum gefst kostur á að taka þátt og skoða þau útboð sem eru í gangi. Til að fá aðgang að vefnum þurfa notendur að skrá sig inn á vefinn og fylgja eftir leiðbeiningum sem þar er að finna. 

Opna útboðsvef