Heimsóknir

Orkusýning í Ljósafossstöð

Það býr orka í öllu og hún breytir sífellt um form. Á sýningunni geta gestir leyst þessa orku úr læðingi með því að nota eigin þyngd, styrk og afl. Einnig kynnast því hvernig Landsvirkjun vinnur allt sitt rafmagn úr vatni, jarðvarma og vindi og virkjar þannig krafta náttúrunnar til að knýja allt frá snjallsímum og eldavélum til stórra álvera.

Fjölbreytt og fræðandi sýningaratriði veita orkuboltum á öllum aldri tækifæri til að safna saman rafeindum, dæla úr lónum, fanga vindinn og lýsa upp heiminn á 120 árum.

Ljósafossstöð er staðsett á Sogssvæðinu við Úlfljótsvatn og er í um 50 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík.

Orkusýningin er lokuð

Því miður er orkusýningin lokuð vegna Covid-19, en einungis er um varúðarráðstöfun að ræða.

Hafðu samband

Það er velkomið að hafa samband með því að senda tölvupóst á visit.us@landsvirkjun.is eða hringja í síma 896 7407.

Aðrir heimsóknarmöguleikar

Krafla - heitasti staðurinn í sumar

Vegna Covid-19 verður Kröflustöð ekki opin fyrir heimsóknir.

Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið visit.us@landsvirkjun.is

Skoða Kröflustöð

Leiðsögn við Kárahnjúkastíflu

Boðið verður upp á leiðsögn um svæðið við Kárahnjúka á sumrin. Leiðsögnin fer fram á fimmtudögum og laugardögum milli kl. 13-17. Hún fer fram utandyra og er unnin í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð. Hægt er að senda fyrirspurnir á netfangið visit.us@landsvirkjun.is

Skoða staðsetningu