Stofnun Landsvirkjunar þann 1. júlí árið 1965 má rekja til þess að íslensk stjórnvöld höfðu hug á að nýta orkulindir landsins betur með því að draga að erlenda fjárfesta í orkufrekan iðnað innanlands. Snemma á sjöunda áratug 20. aldar kom fram áhugi hjá svissneska álframleiðandanum Alusuisse á að byggja álver á Íslandi. Landsvirkjun var þá stofnuð í þeim tilgangi að byggja og reka raforkuver sem gætu selt raforku til stóriðju og séð almennum markaði fyrir raforku á hagkvæmu verði.
Fram að þeim tíma hafði rafvæðing á Íslandi verið rekin af ríki og sveitarfélögum og stóð rekstur veitufyrirtækja ekki undir nýframkvæmdum í orkumálum.
Fjalla-Eyvindur nýtti jarðhita.
Í aldaraðir notuðu Íslendingar eldinn, hesta, eigið vöðvaafl, jarðhita í smáum stíl og segl á bátum til að létta sér vinnuna og lífið.
Árið 1904 var fyrsta vatnsaflsvirkjunin sett upp á Íslandi við Lækinn í Hafnarfirði sem þá varð fyrsta raflýsta þorpið á Íslandi (0,009 MW).
Heitu vatni var í fyrsta sinn veitt í lokaðri rás í hús hér á landi.
Uppsett afl smárafstöðva á Íslandi komið í 370 kW. Margar þeirra voru heimasmíðaðar.
Jarðhiti var einkum nýttur til þvotta og baða. Brennisteinn var unninn á fáeinum háhitasvæðum.
Fyrstu borholur eftir heitu vatni voru í nágrenni Þvottalauganna í Laugardal og vatnið leitt í sundlaug, skóla, spítala og 60 íbúðarhús í austurhluta Reykjavíkur. Fleiri þéttbýlisstaðir fylgdu á eftir og nú eru um 90% allra bygginga í landinu hituð með jarðvarma.
Í Reykjavík var Elliðaárstöðin (um 1 MW) gangsett og seinna stækkuð.
Rafljós úti og inni þóttu mikil nýjung — í stað kerta, steinolíulampa og gasljósa — og gerðu skammdegið bærilegra. Í fiskvinnslu og öðrum iðnaði olli raforkan byltingu.
Eldavélar, þvottavélar, kæliskápar og önnur langþráð heimilistæki fóru að sjást upp úr 1930 en þó einkum eftir 1940.
Rafvæðingin og notkun rafmagns á heimilum og í iðnaði héldust í hendur.
530 smávirkjanir höfðu verið byggðar um allt land.
Fyrsta virkjun sem náði að 10 MW var Írafossvirkjun við Sogið, gangsett þetta ár. Tvær aðrar Sogsstöðvar risu og byggðar voru virkjanir við Laxá í Þingeyjarsýslu.
Þróunin breyttist með stofnun Landsvirkjunar. Virkjanir stækkuðu og farið var að selja raforku til iðnaðar, einkum álframleiðslu. Fyrsta stóra vatnsaflsvirkjunin, Búrfellsvirkjun við Þjórsá, skilaði 210 MW.
Upp úr 1970 var hafist handa við að virkja jarðgufu til raforkuvinnslu með gufuhverflum. Fyrstu virkjanirnar voru við Bjarnarflag í Mývatnssveit og Kröflu en fljótlega bættist orkuverið í Svartsengi við.
Fimm vatnsaflsvirkjanir og vatnsmiðlanir voru teknar í notkun á miðju og sunnanverðu hálendinu.
Byggðalínan var lögð, en hún tengir saman þau raforkukerfi sem fyrir voru allt í kringum landið. Tilgangurinn var meðal annars að auka rekstraröryggi raforkukerfisins.
Bygging orkuvers Kröfluvirkjunar og borun á vinnsluholum hófst sumarið 1975. Keyptar voru tvær 30 MW vélasamstæður fyrir stöðina og hús hönnuð í samræmi við þær.
Jarðskjálftar og eldgos í Kröflu og nágrenni skertu gufuöflun til Kröfluvirkjunar en stöðin slapp við skemmdir.
Raforkuframleiðsla hófst í Svartsengi með jarðgufu. Þegar affallsvatni virkjunarinnar var veitt út í Illahraun myndaðist lón sem almenningur tók að baða sig í. Það er Bláa lónið.
Hrauneyjafossstöð er þriðja stærsta vatnsaflsvirkjun landsins, 210 MW. Hún er ein af röð virkjana á vatnasviði Þjórsár og Tungnaár.
Nesjavellir voru annað jarðhitaorkuverið í röðinni til að framleiða heitt vatn til almennrar notkunar með því að nýta varma háhitasvæðis til að hita upp kalt vatn úr Þingvallavatni.
Lokið var við byggingu Blönduvirkjunar á Norðurlandi, en hún er fyrsta vatnsaflsvirkjunin sem Íslendingar hanna í einu og öllu.
Bygging Kárahnjúkavirkjunar hófst. Virkjunin var afar umdeild, m.a. vegna umhverfisáhrifa og ólíkra sjónarmiða um atvinnustefnu stjórnvalda. Kom til margvíslegra mótmælaaðgerða og mikilla umræðna vegna hennar.
Raforkuvinnsla og raforkuflutningur aðskilin samkvæmt Evróputilskipun. Landsnet sér um að flytja raforku til neytenda en Landsvirkjun um orkuvinnsluna.
Fljótsdalsstöð (690 MW) (Kárahnjúkavirkjun) var gangsett 2007 og er stærsta aflstöð landsins. Aðalstíflan, úr grjóti með steyptri kápu, er sú hæsta sinnar gerðar í Evrópu (198 m).
Lengst af var Landsvirkjun í eigu ríkis, Reykjavíkur og Akureyrar en þetta ár varð ríkið eini eigandinn.
Tvær vindmyllur reistar á vinnslusvæði Búrfellsstöðvar.
Búðarhálsstöð (95 MW) er nýjasta aflstöð Íslendinga, gangsett í mars 2014. Með stöðinni var virkjað áður ónýtt 40 metra vatnsfall frá Hrauneyjafossstöð að Sultartangalóni.
Árs- og umhverfisskýrslur Landsvirkjunar voru í fyrsta sinn eingöngu gefnar út á rafrænu formi. Með rafrænni útgáfu auðveldar fyrirtækið aðgengi að upplýsingum um starfsemi þess.
Framkvæmdir hefjast við virkjun Þeistareykja í apríl.
Landsvirkjun og PCC BakkiSilicon hf. undirrita raforkusölusamning.
Framkvæmdir hefjast við stækkun Búrfells
Hornsteinn lagður að Þeistareykjum 23. september.
Sautjánda aflstöð Landsvirkjunar, Þeistareykir, var gangsett föstudaginn 17. nóvember.
Eftir aðeins um tveggja ára framkvæmdatíma var Búrfellsstöð II gangsett í júní við hátíðlega athöfn. Þar með var þessi 100 MW vatnsaflsstöð orðin 18. aflstöð Landsvirkjunar.