Landsvirkjun

Stjórn Landsvirkjunar er samkvæmt lögum um Landsvirkjun skipuð af fjármálaráðherra á aðalfundi fyrirtækisins sem haldinn skal fyrir lok aprílmánaðar ár hvert. Ber hún ábyrgð á fjármálum og rekstri fyrirtækisins. Stjórnin ræður forstjóra sem veitir fyrirtækinu forstöðu. Forstjóri er Hörður Arnarson. Stjórn og forstjóri fara með stjórn fyrirtækisins.

Stjórn setur sér starfsreglur í samræmi við sjöttu grein laga um Landsvirkjun. Núverandi stjórn var skipuð á aðalfundi fyrirtækisins þann 27. apríl 2017.

Jónas Þór Guðmundsson, formaður stjórnar 

Jónas Þór Guðmundsson hæstaréttarlögmaður er formaður stjórnar Landsvirkjunar. Jónas var fyrst kjörinn formaður stjórnar á aðalfundi fyrirtækisins 2. apríl 2014. Hann er einnig formaður kjararáðs og fyrrverandi formaður stjórnar Lögmannafélags Íslands. Jónas hefur verið sjálfstætt starfandi lögmaður frá 1999 og rekur lögmannsstofu í Hafnarfirði. Þar áður starfaði hann á lagaskrifstofu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins en fyrir þann tíma sem kennslustjóri við lagadeild HÍ. Hann var einnig um árabil stundakennari við lagadeild HÍ og síðar aðjúnkt við lagadeild HR samhliða aðalstarfi. Jónas er cand. jur. frá lagadeild HÍ.

Haraldur Flosi Tryggvason

Héraðsdómslögmaður

Varaformaður

Álfheiður Ingadóttir

Líffræðingur

Stjórnarmaður

Ragnheiður Elín Árnadóttir

Stjórnmálafræðingur

Stjórnarmaður

Kristín Vala Ragnarsdóttir

Prófessor

Stjórnarmaður

Varamenn í stjórn

  • Páley Borgþórsdóttir, héraðsdómslögmaður
  • Ásta Björg Pálmadóttir, sveitarstjóri
  • Lárus Elíasson,
  • Ragnar Óskarsson, 
  • Albert Svan Sigurðsson,

Starfsreglur stjórnar

Starfsreglurnar setja stjórninni skýran ramma hvað varðar stjórnarfundi, fundarsetu og ritun fundargerða. Einnig er tekið á verkaskiptingu og ábyrgðarskiptingu stjórnar og forstjóra. Sækja skjal