Stjórnunarkerfi

Vottað samkvæmt alþjóðlegum stöðlum

Við höfum þróað stjórnunarkerfi til margra ára sem byggir á uppsafnaðri þekkingu og góðum starfsvenjum. Stjórnunarkerfið styður við skuldbindingar gagnvart viðskiptavinum, starfsfólki og öðrum hagaðilum, ásamt áformum þess um að þróa fyrirtækið áfram út frá gildum sjálfbærrar þróunar.

Stjórnunarkerfið inniheldur fyrirmæli og upplýsingar um hvað við gerum og hvernig við störfum. Við trúum að samþætt stjórnun og staðlað verklag tryggi áreiðanleika starfseminnar, auki skilvirkni, umhverfisvernd og öryggi starfsmanna.

Stjórnunarkerfið er vottað samkvæmt alþjóðlegum stjórnunarstöðlum. Þessir staðlar eru fyrir gæðastjórnun, umhverfisstjórnun, öryggi, heilsu- og vinnuvernd, jafnlaunakerfi og upplýsingaöryggi.

Raforkuvinnslan er vottuð sem 100% endurnýjanleg af þýska vottunarfyrirtækinu TÜV SÜD. Með vottuninni er staðfest að fyrirtækið stuðlar að uppbyggingu á endurnýjanlegri raforkuvinnslu og að eftirlit með framleiðslunni uppfyllir ströngustu kröfur.