Græn tækifæri

Græn tækifæri í orkusæknum iðnaði

Tækifærin eru mýmörg fyrir atvinnuuppbyggingu í grænum orkusæknum iðnaði. Græn og endurnýjanleg orka gefur okkur til að mynda kost á að framleiða græn og heilnæm matvæli. Sama græna orkan gefur okkur færi á að hætta tugmilljarða króna innkaupum á bensíni og olíu á hverju ári og framleiða vetni og annað umhverfisvænt eldsneyti. Þá kallar rafbílavæðingin á stóraukna framleiðslu á rafhlöðum.

Gagnaversiðnaður er í stöðugri sókn, enda verða gögn sífellt mikilvægari í atvinnulífinu og daglegu lífi fólks. Hér á landi getum við knúið þessa mikilvægu starfsemi með endurnýjanlegri orku, hér eru innviðir traustir og hér hentar loftslagið gagnaverum vel.

Allt eru þetta tækifæri sem ætti að sækja til að skjóta styrkari stoðum undir hagkerfið um leið og við leggjum enn meira af mörkum í baráttunni gegn loftslagsvánni þar sem við njótum sérstöðu á heimsvísu með framleiðslu og nýtingu grænnar orku. Um leið skapast ný, eftirsótt störf, aukin verðmæti og orkusjálfstæði landsins verður tryggt.