Kolefnis­hlutleysi

Við verðum kolefnishlutlaus árið 2025 – sem þýðir að binding kolefnis verður a.m.k. jafn mikil og losun þess.

Aðgerða­áætlun til ársins 2030

Til að ná þessum áfanga höfum við gert aðgerðaáætlun sem byggir á kortlagningu á kolefnisspori fyrirtækisins, sem farið hefur fram undanfarin ár. Aðgerðaáætlunin okkar nær til ársins 2030 og þá verður binding Landsvirkjunar umfram losun á við losun alls innanlandsflugs á Íslandi árið 2018.

Forgangsröðun okkar aðgerða:

  1. Að fyrirbyggja nýja losun
  2. Að minnka núverandi losun
  3. Mótvægisaðgerðir

Ef við getum fyrirbyggt nýja losun þurfum við ekki að minnka losun. Ef við getum minnkað núverandi losun þá þurfum ekki að binda á móti þeirri losun. Upplýsingar um losun fyrirtækisins og hvernig okkur gengur að ná markmiðum okkar má finna í loftslagsbókhaldi og loftslagsmælaborði.

Kolefnishlutlaus 2025