Matvæli

Ræktun í hátæknigróðurhúsum, þörungaræktun, framleiðsla próteina, ýmis líftækni, þurrkun, frostþurrkun, eiming og úrvinnsla. Þetta eru dæmi um greinar innan matvælaframleiðslu sem við getum sinnt með grænu orkunni okkar og hreinu vatni.

Matvælaframleiðsla er að breytast og endurnýjanlegar auðlindir og hreint vatn skipta mun meira máli þegar litið er til framtíðar. Til að sporna við loftlagsáhrifum og vinna að sjálfbærni þarf að endurskoða matvælakerfi heimsins. Miklar breytingar blasa því við á stærstu iðngrein heims. Við hjá Landsvirkjun höfum skoðað ýmsar greinar innan matvælaframleiðslunnar og þróun í greininni og um leið lagt mat á samfélagslegan vilja til slíkra verkefna hérlendis. Samstarfsverkefnið Orkídea á Suðurlandi er dæmi um slíkt.

Við búum við gott aðgengi að raforku frá endurnýjanlegum auðlindum og varma frá jarðhita. Þá sérstöðu getum við nýtt til að byggja upp hátæknimatvælaframleiðslu.

Til mikils er að vinna, því með hátæknimatvælaframleiðslu hér á landi getum við:

  • Bætt nýtingu orkuauðlinda
  • Framleitt matvæli með minna umhverfisfótspor
  • Fjölgað sérfræðistörfum
  • Aukið útflutningstekjur
  • Fjölgað störfum nálægt auðlindumd á landsbyggðinni
  • Nýtt sérfræðiþekkingu úr sjávarútvegi

Ný og græn orkutækifæri

Matvæli og orkan okkar

Upptaka frá fundi Landsvirkjunar um þær breytingar sem blasa við í orku- og loftslagsmálum

Forstöðumaður nýsköpunardeildar