Orkuvinnsla í sátt við náttúru

Sjálfbær orkuvinnsla lýsir því hvernig orkulind er nýtt en endurnýjanleiki lýsir eðli hennar. Endurnýjanlega auðlind er þannig hægt að nýta á sjálfbæran eða ósjálfbæran hátt.

Áhersla á vöktun umhverfisþátta

Við leggjum ríka áherslu á að lágmarka það rask sem starfsemin hefur í för með sér, að viðhalda náttúrulegum fjölbreytileika og að færa röskuð svæði eins og unnt er til fyrra horfs. Lögð er áhersla á að umhverfisáhrif séu metin strax á undirbúningsstigi virkjunarkosta, m.a. með víðtækum rannsóknum á umhverfinu og með því að skilgreina meginlínur í hönnun og heildaryfirbragði mannvirkja.

Við stundum einnig ítarlega vöktun og umhverfisrannsóknir á áhrifasvæðum aflstöðva fyrirtækisins. Vöktunin og rannsóknirnar eru í mörgum nær öllum tilvikum unnar í samstarfi við rannsóknarstofnanir og sjálfstæða sérfræðinga. Mikill fjöldi skýrslna er gefinn út árlega þar sem niðurstöður vöktunar og rannsókna á náttúru og lífríki við orkuvinnslusvæðin eru kynntar.

Við vinnum vöktunaráætlun fyrir hvert virkjanasvæði fyrir sig og er áhersla á lögð á að afla upplýsinga um tegundir eða vistkerfi sem er líklegt að geti orðið fyrir áhrifum af byggingu og rekstri aflstöðva.

Umhverfisvöktun jarðhitasvæða – Grunnvatn

Umhverfisvöktun jarðhitasvæða – Hljóð og loft

Umhverfisvöktun jarðhitasvæða – Lífríki

Umhverfisvöktun jarðhitasvæða – heild

Umhverfisvöktun jarðhitasvæða – Jarðvarmi