Orkuvörur

Við seljum tæplega 85% af orkuvinnslu okkar til orkufreks iðnaðar en rúmlega 15% orkunnar er seld til almennings og inn á kerfi Landsnets.

Fjölbreytt tækifæri í orkuvinnslu

Landsvirkjun stendur frammi fyrir fjölbreyttum tækifærum bæði hvað varðar nýjar vörur og sókn á nýja markaði, til dæmis á sviði kísilmálms, vetnis og gagnavera.

Yfirlit yfir orkuvörur

 • Iðnaður

  Við leggjum áherslu á uppbyggingu langtímaviðskiptasambanda og bjóðum viðskiptavinum okkar verðmætaskapandi orkulausnir með það að markmiði að tryggja samkeppnishæfni þeirra og auðvelda stækkun fyrirtækja á gagnkvæmt verðmætaskapandi forsendum.

 • Sölufyrirtæki

  Við seljum orku til sölufyrirtækja og bjóðum allt að fimm ára samninga á samkeppnishæfu orkuverði. Samningarnir geta t.d. verið á föstu eða breytilegu einingaverði meðan samningurinn er í gildi, bæði fyrir orku og afl. Verð er endurskoðað með reglubundnum hætti. Hægt er að eiga viðskipti allt að 18 mánuði fram í tímann í gegnum vefinn en hafa þarf samband við viðskiptastjóra til að gera lengri samninga.

 • Gagnaver

  Við bjóðum hagkvæmar orkulausnir fyrir gagnaversiðnaðinn, samkeppnishæf orkuverð til lengri tíma, áreiðanlega orkuvinnslu og 100% endurnýjanlega orku. Í boði eru allt að tíu ára orkusamningar og samkeppnishæft umsamið markaðsverð.

 • Vetni

  Vetni verður lykilþáttur í orkuskiptum Evrópu og baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Verið er að kanna möguleikana á framleiðslu vetnis við Ljósafossstöð. Framleiðslan fer fram með rafgreiningu vatns með endurnýjanlegum orkugjöfum og verður því umhverfisvæn og laus við útblástur gróðurhúsalofttegunda. Græn framleiðsla á vetni af þessu tagi er enn fátíð í heiminum, en víða er vetni unnið úr jarðgasi og markar umtalsverð kolefnisspor.

 • Sæstrengur

  Sæstrengur rýfur markaðseinangrun íslenska raforkumarkaðarins og veitir Íslendingum aðgang að stóru markaðssvæði þar sem endurnýjanleg og sveigjanleg raforka er mikils metin. Aðgengi að mörkuðum gerir Íslendingum kleift að fá besta mögulega verð fyrir afurð orkuauðlinda landsins. Íslensk raforkuvinnsla skilar þá meiri arði, innstreymi gjaldeyris eykst og fjölbreytni viðskiptavina í íslenska orkugeiranum verður meiri.