Rafhlöður

Rafbílum fjölgar ört og sú þróun kallar á stóraukna framleiðslu á rafhlöðum. Alþjóðleg rafhlöðufyrirtæki svipast nú um eftir heppilegum framleiðslustöðum í Evrópu og leita leiða til að auka sjálfbærni framleiðslunnar.

Við teljum að Ísland hafi margt að bjóða þessum fyrirtækjum, fyrir utan grænu og hreinu orkuna okkar. Rafhlöðuframleiðsla er orkufrek, mannaflsfrek og þarf stórt landsvæði og hentar því vel á Íslandi. Þá leggja mörg fyrirtæki áherslu á lágt kolefnisspor framleiðslunnar.

Græna orkan okkar getur tryggt lágt kolefnisspor framleiðslunnar og staðsetning landsins milli Evrópu og Ameríku er einnig styrkur. Ávinningur Íslands væri mikill ef rafhlöðuframleiðsla hæfist hér þar sem fjölbreyttari stoðum væri skotið undir atvinnulíf, með aukinni verðmætasköpun, og um leið tækjum við virkan þátt í orkuskiptum heimsins.

Ný og græn orkutækifæri

Hlöðum grænar rafhlöður

Upptaka frá fundi Landsvirkjunar um þær breytingar sem blasa við í orku- og loftslagsmálum

Viðskiptaþróunarstjóri