Sæstrengur

Bætt nýting auðlindarinnar

Landsvirkjun hefur lengi haft til skoðunar tengingu íslenska raforkukerfisins við það evrópska um sæstreng. Vísbendingar eru um að raforkusala um sæstreng kunni að vera samkeppnishæf við erlenda raforkuvinnslu.

Landslag á orkumörkuðum hefur breyst og tæknilegar framfarir orðið í lagningu sæstrengja. Slíkir strengir verða sífellt lengri og öflugri og eru í auknum mæli lagðir um dýpri og erfiðari hafsvæði.

Af  hverju sæstrengur til Bretlands?

Markaðsaðgengi

 • Sæstrengur rýfur markaðseinangrun íslenska raforkumarkaðarins og veitir Íslendingum aðgang að stóru markaðssvæði þar sem endurnýjanleg og sveigjanleg raforka er mikils metin.
 • Aðgengi að mörkuðum gerir Íslendingum kleift að fá besta mögulega verð fyrir afurð orkuauðlinda landsins. Íslensk raforkuvinnsla skilar þá meiri arði, innstreymi gjaldeyris eykst og fjölbreytni viðskiptavina í íslenska orkugeiranum verður meiri.
 • Íslendingar fá tækifæri til að nýta orkuauðlindir sínar betur með aukinni hagkvæmni núverandi virkjana og með sölu á umframorku sem nú þegar er til staðar í raforkukerfinu.

Orkuöryggi

 • Tenging Íslands við annað land með sæstreng rýfur einangrun íslenska raforkukerfisins og við það eykst orkuöryggi landsins.
 • Hægt verður að hægja á útflutningi um sæstreng eða flytja inn raforku t.d. í tilfelli þurrka, lélegs vatnsbúskapar, bilana í virkjunum eða náttúruhamfara. Íslensk heimili, fyrirtæki og iðnaður munu njóta góðs af því.
 • Samhliða lagningu sæstrengs eykst fjölbreytni framboðs raforku á Íslandi þar sem nýir raforkukostir bætast við sem annars stæðu líklega ekki til boða sökum óhagkvæmni (t.d. vindorka, lágvarmavirkjanir, bændavirkjanir).

Sjálfbærni

 • Raforkuvinnsla á Íslandi er endurnýjanleg en sökum einangrunar Íslands og orkuöryggisviðmiða í rekstri raforkukerfisins er mikið af ónýttri orku til í kerfinu. Með tengingu mætti nýta þessa umframorku og minnka sóun.
 • Endurnýjanleg íslensk raforka sem flutt er um sæstreng til Bretlands mun aðstoða við minnkun útblásturs gróðurhúsalofttegunda í heiminum og þar með aðstoða í baráttunni við loftslagsbreytingar.
 • Sveigjanleiki íslenska vatnsaflskerfisins gerir það að verkum að hægt yrði að flytja raforku til Íslands þegar framboð raforku er mikið í Evrópu (og um leið raforkuverð lág) sökum mikillar vinnslu vind- og sólarorku. Þannig getur Ísland hjálpað Bretlandi að snúa baki við mengandi orkukostum og auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa.

Útfærsla sæstrengs til Bretlands

Tæknileg atriði

 • Sæstrengurinn yrði yfir 1000 km langur, með 800-1200 MW(HVDC) flutningsgetu og hægt yrði að flytja raforku í báðar áttir um strenginn.
 • Sveigjanleg raforka unnin úr vatnsafli yrði helsta útflutningsvara Íslands um sæstrenginn.
 • Farið yrði í ýmsar umbætur á núverandi vatnsaflskerfi og vindmyllur og jarðvarmavirkjanir reistar til að losa um vatnsafl sem nú þegar er í notkun.

Viðskiptaleg atriði

 • Sæstrengurinn myndi flytja endurnýjanlega og sveigjanlega raforku til Bretlands.
 • Um strenginn myndu á sveigjanlegan hátt flæða meira en 5 TWst árlega til Bretlands sem er nóg til að mæta raforkuþörf um 1,6 milljóna heimila.
 • Raforkan yrði samkeppnishæf við aðra endurnýjanlega kosti í Bretlandi.

Algengar spurningar og svör

Mikil tækifæri geta falist í sæstreng fyrir Landsvirkjun og Ísland og veigamiklar röksemdir hníga að því að taka þennan kost til alvarlegrar skoðunar. Í fyrsta lagi myndi Ísland rjúfa einangrun sína með tengingu til Evrópu sem gerði Landsvirkjun kleift að selja rafmagn á hagstæðu verði á nýjan markað með aðrar þarfir en áður hefur þekkst hérlendis. Arður íslensku þjóðarinnar af náttúruauðlindunum gæti þannig aukist á sama hátt og þegar íslenskur fiskur er seldur á nýja markaði. Í öðru lagi myndi sæstrengur gera Íslendingum kleift að sýna aukna ábyrgð með því að bæta til muna nýtingu þegar virkjaðra auðlinda. Um þriðjungur þeirrar orku sem færi um sæstreng er þegar til í kerfinu og mun þessi orka, sökum orkuöryggissjónarmiða, áfram vera ónýtt svo lengi sem raforkukerfið er einangrað. Í þriðja lagi myndi orkuöryggi Íslands batna, þar sem hægt yrði að flytja inn rafmagn ef ófyrirséðar aðstæður sköpuðust í raforkukerfinu. Í fjórða lagi gæti sæstrengur verið þáttur í sameiginlegu verkefni alþjóðasamfélagsins við að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda, með því að nýta betur endurnýjanlegar orkuauðlindir Íslands í stað orkugjafa sem fylgir meiri mengun.

Miðað við útfærslu Landsvirkjunar er líklegt að um 5,7 TWst af raforku yrðu seldar á meðalári til 1.000 MW sæstrengs. Til að mæta þeirri eftirspurn þyrfti um 5,8 TWst af raforkuvinnslu því eitthvað af rafmagni tapast á leiðinni til strengsins.

Sú sviðsmynd sem Landsvirkjun hefur mest unnið með gerir ráð fyrir að um 2,1 TWst af rafmagni gætu komið frá hefðbundnum vatnsaflsstöðvum og jarðvarmavirkjunum en 1,9 TWst væru umframorka sem fer til spillis í dag vegna þess að íslenska raforkukerfið er einangrað. Þannig renna t.d. milli 10-20% af vatni sem Landsvirkjun gæti nýtt í sjóinn í meðalári því Íslendingar þurfa að miða vinnslugetu við verstu vatnsár. Annað dæmi um umframorku er rafmagn sem stóriðjufyrirtækin eiga rétt á að fá afhenta en nýta þó ekki í öllum árum. Að síðustu má gera ráð fyrir að 1,8 TWst kæmu frá orkukostum sem byggja á þekktum tæknilausnum en eru of dýrir til þess að ráðist væri í þá, t.d. vindorka, lágvarmavirkjanir og bændavirkjanir. Þannig gætu skapast tækifæri fyrir smærri orkufyrirtæki til að vinna og selja orku.

Í núgildandi bið- og nýtingarflokki rammaáætlunar eru nægir orkukostir til að mæta bæði orkuþörf sæstrengs og aukningu á raforkunotkun á Íslandi á næstu áratugum, bæði hjá almenningi og nýjum atvinnufyrirtækjum. Að auki er um þriðjungur orkunnar sem færi um sæstreng nú þegar aðgengilegur en í dag er ekki hægt að nýta þessa orku sökum einangrunar íslenska raforkukerfisins. Sviðsmynd Landsvirkjunar gerir aukinheldur ráð fyrir því að um þriðjungur orkunnar kæmi frá hefðbundnum vatnsafls- og jarðvarmaorkukostum úr nýtingarflokki rammaáætlunar og síðasti þriðjungurinn frá nýjum orkukostum sem eru of dýrir til að þeir séu nýtanlegir með góðu móti á Íslandi, s.s. vindorka, lágvarmavirkjanir og bændavirkjanir. 

Já, óhjákvæmilegt verður að reisa nýjar aflstöðvar. Þar er horft til ýmissa kosta úr nýtingarflokki rammaáætlunar og stækkana á gömlum aflstöðvum til að sinna orkuþörf strengsins. Landsvirkjun gerir ekki ráð fyrir að þörf sé á nýjum stórum vatnsaflsvirkjunum.
Landsvirkjun gerir ráð fyrir að reisa þurfi 2-3 nýjar miðlungsstórar eða minni vatnsafls- eða jarðvarmastöðvar fyrir sæstreng með um 200 MW af afli. Uppbygging nýrrar vindorku gæti numið 400 MW. Þá er einnig gert ráð fyrir viðbótum við núverandi stöðvar þannig að aflgeta þeirra aukist um nálægt 500 MW. Aukning á aflgetu af þessu tagi hefur lítil umhverfisáhrif þar sem einungis er um að ræða breytta útfærslu á núverandi mannvirkjum.

Samkvæmt skýrslu Kviku og Pöyry getur sæstrengur reynst þjóðhagslega hagkvæmur og þar með betri kostur fyrir Ísland en að halda landinu áfram einöngruðu. Þetta er vegna þess að sæstrengur gerir Íslendingum kleift að skapa meiri verðmæti úr rafmagninu okkar en hægt er í einangruðu raforkukerfi. Vatnsafl er verðmætasta raforkuauðlind veraldar í fyrsta lagi vegna þess að það er hægt að auka/minnka orkuvinnslu mjög hratt, í öðru lagi vegna þess að það er svo auðvelt að nota uppistöðulón sem risastórar rafhlöður og í þriðja lagi vegna þess að orkuvinnslan er sjálfbær og endurnýjanleg. Þetta eru eiginleikar sem kol, gas, kjarnorka, vindur og sól búa ekki yfir. Á Íslandi er hlutfallslega mun meira af vatnsafli en í flestum öðrum löndum og með sæstreng tækist að gera enn meira úr þeim verðmætum. Sæstrengsverkefnið felur því ekki eingöngu í sér útflutning á rafmagni heldur útflutningur á þjónustu sem við getum veitt vegna vatnsaflsins sem við eigum hérlendis. Samkvæmt skýrslu Kviku og Pöyry tekst okkur ekki að raungera sömu verðmæti hérlendis án þess að tengjast öðrum raforkumörkuðum sem hafa meiri þörf fyrir sveigjanlega raforkuvinnslu.

Sæstrenginn má bera saman við íslenskan sjávarútveg. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki sækja stöðugt á nýja markaði til þess að selja íslenskan fisk á sem bestum verðum.  Áður fyrr var verðlitlum afskurði og hliðarafla hent eða hann sendur í bræðslu, en með þrotlausri vinnu hefur Íslendingum tekist að finna kaupendur að skötusel, þorskhausum og fiskroði. Þannig hefur tekist að auka útflutningsverðmæti jafnvel þó fiskafli fari minnkandi í tonnum talið. Sæstrengur getur á sama hátt bætt nýtingu Íslendinga á orkuauðlindum okkar. Í dag flytja Íslendingar út rúmlega 98% af fiskinum sem veiðist við Ísland og um 80% af raforkunni eru seld til erlendra stóriðjufyrirtækja.

.

Já, orkuöryggi Íslands myndi aukast verulega. Ef til náttúruhamfara kæmi sem takmörkuðu innlenda raforkuvinnslu gæti innflutt rafmagn minnkað mögulegan skaða. Þar að auki væri hægt að koma í veg fyrir takmörkun á afhendingu raforku vegna þurrka og óhagstæðs vatnsbúskapar. Íslensk heimili og fyrirtæki yrðu því betur varin fyrir atburðum af þessu tagi.

Í núverandi áætlunum um sæstreng er ekki verið að horfa til þess að Landsvirkjun eða íslenska ríkið leggi sæstrenginn. Sæstrengurinn verður því eingöngu að veruleika ef erlendir aðilar eða aðrir þriðju aðilar fást til að taka drjúgan hluta af áhættunni. Áhættan felst t.d. í framkvæmdaáhættu vegna lagningar sæstrengs, ábyrgð vegna bilana og tryggingu á lágmarksverði á rafmagninu. Íslendingar eru í ágætri aðstöðu til að semja um áhættudreifinguna ef til slíkra viðræðna kemur. Sæstrengurinn verður ekki lagður ef áhætta Íslendinga reynist óásættanleg.

Samkvæmt niðurstöðum viðræðna verkefnisstjórnar sæstrengs við bresk stjórnvöld er slíkur stuðningur forsenda sæstrengs. Kostnaðar- og ábótagreining á sæstreng til Bretlands leiddi í ljós að verkefnið nær ekki lágmarksarðsemi nema að til komi beinn stuðningur frá breskum stjórnvöldum.  Könnunarviðræður bresku og íslensku ríkisstjórnarinnar leiddu ennfremur í ljós að bresk yfirvöld hafa áhuga á að skoða það nánar, bæði fyrir sæstrenginn sjálfan og raforkuvinnsluna. Verði sæstrengsverkefnið tekið á næsta stig er mögulegt stuðningskerfi einn af þeim þáttum sem líklega verða kannaðir.

Raforkuverð myndi líklega hækka. Sé miðað við skýrslu Kviku og Pöyry má gera ráð fyrir að hækkun til meðalheimilis nemi um 8% umfram það sem yrði án sæstrengs, eða sem samsvarar um 550 krónum á mánuði. Áhrifin eru þannig takmarkaðri en sumir hafa haldið fram. Skýrsla Kviku og Pöyry  bendir á að íslensk stjórnvöld geta haft áhrif á þessa verðhækkun, t.d. með því að fella niður virðisaukaskatt á raforkusölu til heimila. Þá yrðu heimili ekki fyrir neinum verðhækkunum. Tekjutapið gætu stjórnvöld unnið til baka með skattlagningu á útflutta raforku eða í gegnum auknar arðgreiðslur frá Landsvirkjun.

Sæstrengur kæmi ekki í staðinn fyrir stóriðju á Íslandi heldur yrði hann viðbót og færi vel saman við áframhaldandi uppbyggingu iðnaðar í landinu. Margir af þeim orkukostum sem nýttir væru fyrir sæstreng kæmu að óbreyttu ekki til greina til að styðja við uppbyggingu iðnaðar sökum kostnaðar. Eins og sjá má á skýringarmyndinni að neðan mætti gera ráð fyrir að einungis um þriðjungur þeirrar orku sem seld yrði um sæstreng gæti nýst í innlendri iðnaðaruppbyggingu. Samkeppni sæstrengsins við iðnað á Íslandi er því takmörkuð.

Já, afhendingaröryggi rafmagns til stóriðjunnar mun aukast stórlega þegar hægt verður að flytja inn raforku um sæstreng og sjaldnar þarf að grípa til skerðinga í afhendingu. Stóriðjufyrirtækin eru með langtímasamninga sem tryggja þeim rafmagn að jafnaði mörg ár fram í tímann og myndi sæstrengur ekki hafa áhrif þar á. Áhrif strengsins á stóriðju við endursamninga yrðu hófleg þar sem það magn sem myndi losna, ef ekki næðust samningar, væri ekki hægt að flytja út um sæstreng nema að litlu leyti þar sem flutningsgeta strengsins er takmörkuð og hann þegar vel lestaður.

Umtalsvert af núverandi orkuvinnslu Íslands fer fram á hálendinu og nokkrir virkjunarkostir í núverandi rammaáætlun eru þar einnig. Sæstrengur kallar ekki á stórar vatnsaflsvirkjanir á hálendinu. Háspennulína yfir Sprengisand er heldur ekki nauðsynleg því mögulegt er að byggja upp flutningskerfið með öðrum hætti. Það er val Íslendinga hvernig hálendið er nýtt og hægt er að taka ákvörðun um nýtingu eða vernd óháð lagningu sæstrengs.

Í heildina er fjárfestingarkostnaður sæstrengsverkefnisins um 800 milljarðar króna samkvæmt skýrslu Kviku og Pöyry. Sá kostnaður skiptist að mestu milli sæstrengsins sjálfs annars vegar og virkjanaframkvæmda hins vegar. Til viðbótar er kostnaður við styrkingu íslenska flutningskerfisins talinn með. Landsvirkjun telur útilokað að Íslendingar standi einir undir fjárfestingu í sæstreng. Erlendir aðilar og bresk stjórnvöld þyrftu að koma þar að og taka á sig verulegan hluta þeirrar áhættu sem verkefninu fylgir. Til að setja kostnaðinn í samhengi er verg landsframleiðsla á Íslandi rúmlega 2.000 milljarðar króna á ári svo verkefnið er risavaxið á íslenskan mælikvarða. Á hinn bóginn eru Bretar að vinna að mörgum sambærilega stórum eða stærri innviðaverkefnum, svo sem kjarnorkuveri við Hinkley Point (3.628 milljarðar króna), nýrri flugbraut við Heathrow (3.749 milljarðar króna) og HS2 hraðlestakerfinu til London (11.087 milljarðar króna). Bretar hafa því ekki sérstakar áhyggjur af stærðargráðu fjárfestingar í sæstrengnum.

Sjá má ítarlegri spurningar og svör hér

Spurningar og svör

Saga verkefnisins

Íslendingar byggja afkomu sína að mestu leyti á auðlindum landsins. Með þrotlausri vinnu hefur tekist að margfalda verðmæti afurða úr sjávarauðlindum Íslands – hausar, þunnildi, roð og beingarðar eru núna unnin og seld en var áður hent. Hvert kíló af þorski úr sjó á Íslandi er þannig þriðjungi verðmætara en sama þorskkíló í Noregi. Nánast allur íslenski sjávaraflinn er fluttur út og seldur á mörkuðum þar sem hæsta mögulega verð fæst fyrir hann.

Íslenskar orkuauðlindir eru þjóðinni einnig mikilvægar. Heitt vatn og rafmagn er nýtt á heimilum landsins og hafa rennt stoðum undir fjölbreytta atvinnustarfsemi. Þó nýta íslenskar virkjanir einungis hluta af orkunni sem þær gætu nýtt. Mikið af vatni rennur framhjá vatnsaflsvirkjunum í meðalári og í jarðvarmavirkjunum er hægt að auka raforkuvinnslu með bættri nýtingu lágvarma. Þessi orka hentar ekki núverandi kaupendum á Íslandi.

Orkufyrirtækin eiga því mikil tækifæri framundan til að auka arðsemi Íslands af auðlindunum, svipað og sjávarútvegurinn gerði fyrir 25 árum. Með aðgangi að erlendum raforkumörkuðum fæst enn hærra verð fyrir sveigjanleika, öryggi og sjálfbærni íslenskra orkuauðlinda. Vatnslón gera Íslendingum kleift að geyma rafmagn og geta þannig orðið „rafhlaða“ fyrir Evrópu ef til tengingar kemur. Norðmenn hafa lagt mikla áherslu á að bæta tengingar sínar til Evrópu og þannig tekist að skila norsku þjóðinni miklum verðmætum.

Í dag flytja Íslendingar út um 80% raforkunnar í formi áls og annarrar framleiðsluvöru. Með sæstreng verður einnig hægt að flytja út raforku á fjölbreyttara og verðmætara formi. Sæstrengur er því nýr viðskiptavinur fyrir íslenskt rafmagn sem eykur fjölbreytni kaupenda íslenskrar orku og bætir nýtingu íslenskra auðlinda.

Lagning sæstrengs til Evrópu

Fyrstu hugmyndir um tengingu íslenska raforkukerfisins með rafstreng við það skoska voru settar fram fyrir meira en 60 árum. Hagkvæmni slíkrar tengingar hefur verið könnuð á nokkurra ára fresti síðustu þrjá áratugina. Niðurstaðan hefur fram á allra síðustu ár verið sú að verkefnið væri tæknilega framkvæmanlegt, en ekki arðbært.

Athugun sem Landsvirkjun og Landsnet unnu sameiginlega á árunum 2009 og 2010 benti til að þetta hefði breyst. Þá breytingu má fyrst og fremst rekja til breyttra markaðsforsenda og aukinnar áherslu á nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa í Evrópu. Til að kanna nánar fýsileika sæstrengs til Bretlands stofnuðu Landsvirkjun, Landsnet og National Grid til samstarfs árið 2013 í verkefni sem ber vinnuheitið IceLink. Rannsóknir sem unnar hafa verið á þessum samstarfsvettvangi benda til þess að í sæstreng til Bretlands felast mögulega víðtæk verðmæti.

Í lok árs 2015 hittust forsætisráðherrar Bretlands og Íslands og ræddu sæstrenginn. Stofnaður var vinnuhópur sem kanna skyldi ýmsar hliðar verkefnisins og ráðleggja um næstu skref. Vinnuhópurinn lauk vinnu í júlí 2016 og var niðurstaðan sú að stjórnvöld beggja landa hafa áhuga á lagningu sæstrengsins þar sem ljóst þykir að sæstrengurinn gæti reynst þjóðhagslega hagkvæmur. Ákveðnum mikilvægum spurningum er þó ósvarað, m.a. hvernig á að fjármagna hann og hver ber ábyrgð á stærstu áhættuþáttum. Vinnuhópurinn listaði möguleg næstu skref ef stjórnvöld landanna hefðu áhuga á að skoða verkefnið áfram.

Talið er að það taki um fimm ár að klára nauðsynlegar rannsóknir og undirbúningsvinnu í sambandi við lagningu strengsins. Að því loknu verður hægt að taka endanlega ákvörðun um hvort af verkefninu verður. Ef tekin verður ákvörðun um slíkt mun það taka fimm til sex ár að framleiða og leggja strenginn og reisa landstöðvar, háspennulínur og fleira.

Skýrslur

Nafn Heimild Dagsetning
Ten-Year Network Development Plan 2016 (á ensku) European Network of Transmission System Operators for Electricity (ENTSO-E) 20.12.2016
Leiðin að aukinni hagsæld - Þróun efnahagsmála og framvinda umbóta frá útgáfu Íslandsskýrslu McKinsey Viðskiptaráð Íslands 17.08.2016
The Icelandic Economy - Current State, Recent Developments and Future Outlook (á ensku) Viðskiptaráð Íslands 22.07.2016
Skýrsla verkefnisstjórnar sæstrengs til iðnaðar- og viðskiptaráðherra Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið 12.07.2016
Raforkusæstrengur milli Íslands og Bretlands, kostnaðar- og ábatagreining Kvika og Pöyry 12.07.2016
Raforkusæstrengur milli Íslands og Bretlands, kostnaðar- og ábatagreining (á ensku) Kvika og Pöyry 12.07.2016
Kortlagning á eftirspurn innlendra aðila eftir raforku næstu árin og mat á afgangsorku í íslenska raforkukerfinu Orkustofnun 12.07.2016
Raforkuþörf sæstrengs og nýir virkjunarkostir Orkustofnun 12.07.2016
Samantekt frá starfshópi Landsnets, Landsvirkjunar og National Grid um tæknileg atriði varðandi lagningu sæstrengs (á ensku) Landsnet, Landsvirkjun og National Grid 12.07.2016
Mat á nýtingu jarða og rekstri smærri virkjana Orkustofnun 12.07.2016
Skýrsla um þróun orkustefnu Evrópusambandsins með hliðsjón af hugsanlegum sæstreng Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið 12.07.2016
Skýrsla um reynslu Norðmanna af sæstrengjum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið 12.07.2016
Fundargerðir verkefnisstjórnar sæstrengs Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið 12.07.2016
Skýrsla verkefnisstjórnar sæstrengs vegna viðræðna við bresk stjórnvöld um hugsanlegan sæstreng milli Íslands og Bretlands Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið 12.07.2016
Joint Statement from UK-Iceland Energy Task Force (á ensku) Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Breska orku- og loftslagsráðuneytið (DECC) 12.07.2016
Low carbon network infrastructure (á ensku) Breska þingnefnd orku- og loftslagsmála 17.06.2016
Political risk and the Iceland - UK interconnector: risk mitigation, ownership and dispute settlement (á ensku) Andri Dan Traustason, BSc ritgerð frá Háskólanum á Akureyri undir leiðsögn Hilmar Þórs Hilmarssonar 06.06.2016
European Commission: Interactive map of Projects of Common Interest (á ensku) Platts og Evrópusambandið 01.06.2016
Smart Power - Government response to the National Infrastructure Commission's report (á ensku) Breska fjármálaráðuneytið 13.04.2016
Skýrsla iðnaðar- og viðskiptaráðherra um raforkumálefni Alþingi 04.04.2016
Iceland-UK Interconnector: A Brief Analysis of Possible Risk Mitigation and Dispute Settlement (á ensku) Andri Dan Traustason og Hilmar Þór Hilmarsson, grein sem birtist í Journal of Applied Management and Investments 01.04.2016
Smart Power - Connecting to Iceland (á ensku) National Infrastructure Commision (UK) 04.03.2016
Interconnector between Iceland and GB, cost benefit analysis and impact assessment - Presentation for UK-ICE Energy Task Force (á ensku) Kvika og Pöyry 08.02.2016
Iceland - UK Interconnector: Is Proper Political Risk Mitigation Possible? (á ensku) Andri Dan Traustason og Hilmar Þór Hilmarsson, grein sem birtist í tengslum við International Scientific Conference on Project Management in the Baltic Countries 01.02.2016
North Atlantic Energy Network (á ensku) Orkustofnun, The Arctic University of Norway, Danish Energy Agency, Faroese Earth and Energy Directorate, Shetland Islands Council og Greenland Innovation Centre 01.01.2016
HVDC Submarine Power Cables in the World (á ensku) Joint Research Centre, European Commission 31.12.2015
Bréf frá breska orku- og loftslagsráðuneytinu til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins (á ensku) Breska orku- og loftslagsráðuneytið (DECC) 08.12.2015
Bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu til breska orku- og loftslagsráðuneytisins (á ensku) Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið 23.11.2015
Ráðstefna Samtaka atvinnulífsins um sæstreng til Evrópu: Reynsla Norðmanna og möguleikar Íslands á evrópskum orkumarkaði (á ensku) David Bothe framkvæmastjóri Evrópuskrifstofu Frontier Economics, Tor Eigil Hodne framkvæmdastjóri Evrópumála hjá Statnett og Geir Arne-Mo viðskiptastjóri stundaviðskipta hjá Bergen Energi 11.11.2015
Kerfisáætlun 2015-2024 - Viðbrögð Landsnets við umsögnum og athugasemdum við kerfisáætlun og umhverfisskýrslu Landsnet 03.11.2015
The Role of Interconnectors in Challenging the UK‘s Carbon Footprint (á ensku) Sandra Rán Ásgrímsdóttir, MPhil ritgerð frá Cambridge undir leiðsögn Richard McMahon 01.08.2015
Drög að kerfisáætlun Landsnets 2015-2024 og umhverfisskýrslu kerfisáætlunar (tengill á þemakafla um sæstreng til Evrópu) Landsnet 01.07.2015
Helstu álitamál sæstrengs til Bretlands Greiningardeild Arion banka 16.07.2015
Ársskýrsla Landsvirkjunar 2014 - Tenging raforkukerfisins til Bretlands Landsvirkjun 22.04.2015
Útboð: Mat á áhrifum raforkusæstrengs Ríkiskaup 10.03.2015
Raforkusæstrengur til Evrópu (myndband) Ingvi Már Pálsson, skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu 11.02.2015
Near-Term Interconnector Cost-Benefit Analysis: Independent Report (á ensku) Pöyry 01.12.2014
Infrastructure 100: Worlds Market Report (á ensku) KPMG 18.11.2014
Sæstrengur gæti orðið mjög arðsöm framkvæmd Hagfræðideild Landsbankans 29.10.2014
Óundirbúin fyrirspurn á Alþingi um sæstreng Alþingi 23.10.2014
Rafsæstrengur yrði umfangsmikið verkefni Hagfræðideild Landsbankans 14.10.2014
Sæstrengur opnar dyr inn á stórt markaðssvæði Hagfræðideild Landsbankans 22.09.2014
Umræður um orkuviðskipta um sæstrengi á málþingi VÍB Ola Borten Moe, fyrrum orkumálaráðherra Noregs 16.09.2014
Ten-Year Network Development Plan 2014 (á ensku) European Network of Transmission System Operators for Electricity (ENTSO-E) 28.08.2014
Viðskiptatækifæri sæstrengs Björgvin Skúli Sigurðsson 19.06.2014
Getting Interconnected: How can interconnectors compete to help lower bills and cut carbon? (á ensku) Policy Exchange  12.06.2014
Sæstrengur til Bretlands. Fjármögnun og arðsemi Sigþór Jónsson, MSc ritgerð frá Háskóla Íslands undir leiðsögn Gylfa Magnússonar 14.05.2014
Tenging raforkukerfisins við Evrópu Ársskýrsla Landsvirkjunar 2013 01.05.2014
IceLink - Submarine Power Cable from Iceland to Britain (á ensku) Skúli Jóhannsson, Annað veldi ehf. 25.03.2014
Umræður á Alþingi: Raforkustrengur til Evrópu Alþingi 13.02.2014
Álit atvinnunefndar Alþingis um skýrslu ráðgjafahóps um raforkustreng til Evrópu Alþingi 30.01.2014
Raforkusæstrengur: hagkvæmni fjárfestingar í sæstreng frá Íslandi til Bretlands Þorsteinn Guðbjörnsson, BSc ritgerð frá Háskólanum á Akureyri undir leiðsögn Guðmundar Magnússonar 21.01.2014
Iceland-UK Interconnector: Strategy for Macroeconomic and Legal Feasibility (á ensku) Randall Morgan Greene, MSc ritgerð frá Háskólanum í Reykjavík undir leiðsögn Jónas Hlyns Hallgrímssonar 14.12.2013
Will Icelandic households benefit from a sub-sea cable to Britain (á ensku) Ásgeir Jónsson, Gamma 01.12.2013
The Icelandic Energy Summit 2013 London - IceLink Interconnector (glærur) Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, og Paul Johnson, yfirmaður þróunarmála hjá National Grid 02.11.2013
The Icelandic Energy Summit 2013 London - IceLink Interconnector (myndband) Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, og Paul Johnson, yfirmaður þróunarmála hjá National Grid 02.11.2013
Haustfundur Landsvirkjunar 2013 Landsvirkjun 13.11.2013
Sæstrengur og hagur heimilanna - Greining áhrifa sæstrengs á afkomu heimila landsins Gamma 01.09.2013
Raforkustrengur til Evrópu - Niðurstöður og tillögur ráðgjafahóps iðnaðar- og viðskiptaráðherra Ráðgjafahópur iðnaðar- og viðskiptaráðherra 26.06.2013
Raforku-Sæstrengur: Borgar sig að tengja? Gunnar Friðrik Hermundarson, BSc ritgerð frá Háskóla Íslands undir leiðsögn Gylfa Zoëga 01.06.2013
Ársskýrsla Landsvirkjunar 2012 Landsvirkjun 01.05.2013
Experience in transporting energy through subsea power cables: The case of Iceland (á ensku) Svandís Hlín Karlsdóttir, MSc ritgerð frá Háskóla Íslands undir leiðsögn Rúnars Unnþórssonar og Tómasar Philip Rúnarssonar 01.05.2013
Þjóðhagsleg áhrif sæstrengs Hagfræðistofnun Háskóla Íslands 01.05.2013
Ársfundur Landsvirkjunar 2013 Landsvirkjun 21.03.2013
Haustfundur Landsvirkjunar 2012 Landsvirkjun 21.11.2012
Ársskýrsla Landsvirkjunar 2011 Landsvirkjun 01.05.2012
Ársfundur Landsvirkjunar 2012 Landsvirkjun 12.04.2012
Er sæstrengur í sjónmáli? - Erindi á ráðstefnu Verkfræðingafélags Íslands Jón Ingimarsson, Landsvirkjun 08.03.2012
Sæstrengur til raforkuflutninga - Minnisblað um umhverfisþætti Environice 12.02.2012
Heildstæð orkustefna fyrir Ísland - Skýrsla stýrihóps iðnaðarráðherra Alþingi 03.11.2011
Landsvirkjun’s Renewable Energy Potential and its Impact on Iceland’s Economy (á ensku) Gamma 12.09.2011
Ársfundur Landsvirkjunar 2011 Landsvirkjun 15.04.2011

Fréttir

Nafn Heimild Dagsetning
Could British homes be powered by Icelandic volcano?

The Guardian

19.05.2017

Óráð að ríkið taki þátt í lagningu sæstrengs

visir.is

27.04.2017

Er sæstrengur til Bretlands álitlegur orkukostur?

Skúli Jóhannsson, grein í Morgunblaðinu

23.03.2017

Segir ávinning af sæstreng vega þyngra en hækkanir til heimila

visir.is

07.03.2017

Telja rök fyrir því að sæstrengur sé ákjósanlegur fyrir Ísland

kjarninn.is

07.03.2017

Sæstrengur hækki ekki verð

vb.is

20.02.2017

Ákvörðun um sæ­streng þarf að koma á næsta ári

mbl.is

20.02.2017

Sæstrengirnir Basslink og Icelink

Morgunblaðið

19.12.2016

Sæstrengur myndi grænka heiminn

vb.is

10.12.2016

Orðsending til sendiherra Breta á Íslandi

Morgunblaðið

29.11.2016

Ekkert ákveðið með lagningu sæstrengs

ruv.is

28.11.2016

Hreyfing komin á fjármögnun raforkusæstrengs

visir.is

28.11.2016

Frakkar kosta áhuga Breta á sæstreng

ruv.is

27.11.2016

Fjárfestar sýna sæstreng milli Íslands og Bretlands áhuga: Risavaxin 500 milljarða fjárfesting

eyjan.is

27.11.2016

Surprising Claims about IceLink in the Financial Times (á ensku)

Askja Energy

26.11.2016

French giant signs up to help Icelandic volcanoes power UK homes (á ensku)

Sky News

26.11.2016

City financier urges UK support for £3.5bn Icelandic power cable (á ensku)

Financial Times

25.11.2016

Giant Iceland-UK power cable plan seen facing Brexit delay (á ensku)

Reuters

21.10.2016

Leikur Landsvirkjunar með almenning

Elías Elíasson, grein í Morgunblaðinu

10.08.2016

Hinkley Pointless (á ensku)

The Economist

06.08.2016

Fyrirspurn - Jim Cunningham MP (Labour, Coventry South) Electricity Interconnectors: Iceland

Breska þingið

25.07.2016

Alltaf forsenda að áhættan væri hjá Bretum

vb.is

17.07.2016

Bretar ekki enn sannfærðir um sæstreng

vb.is

16.07.2016

Boltinn hjá stjórnvöldum

dv.is

15.07.2016

Ekki gert ráð fyr­ir stór­virkj­un­um

mbl.is

14.07.2016

Tíu staðreyndir um sæstrengsmöguleikann

kjarninn.is

14.07.2016

Ræðum málið

vb.is

14.07.2016

Sæstrengi fylgja hækkanir til heimila

vb.is

14.07.2016

Betra að halda sig við málefnalega umræðu

kjarninn.is

14.07.2016

Jákvæð áhrif af sæstreng

Morgunblaðið

14.07.2016

Segir ummæli ráðherra óheppileg

ruv.is

13.07.2016

Þarf ekki að byggja tvær Kárahnjúkavirkjanir til að leggja sæstreng

kjarninn.is

13.07.2016

Ekki þörf á nýjum stórvirkjunum vegna sæstrengs

visir.is

13.07.2016

Engin ákvörðun um sæstreng tekin á kjörtímabilinu

visir.is

13.07.2016

Rammaáætlunin er gríðarlega mikilvæg til framtíðar

kjarninn.is

13.07.2016

Veruleg óvissa tengd sæstreng

Morgunblaðið

13.07.2016

Þarf tvær Kárahnjúkavirkjanir í viðbót

ruv.is

12.07.2016

Sæstrengur ekki arðbær án aðstoðar

vb.is

12.07.2016

Stuðning­ur Breta for­senda sæ­strengs

mbl.is

12.07.2016

Nettó ábati sæstrengs um 190 milljarðar – „Ræðið“

kjarninn.is

12.07.2016

Áhuga­verður kost­ur en óviss­an mik­il

mbl.is

12.07.2016

Sæstrengur til Evrópu kostar um 800 milljarða

visir.is

12.07.2016

Eng­in ákvörðun tek­in strax

mbl.is

12.07.2016

Þyrfti að ráðast í gríðarlegar virkjanaframkvæmdir

visir.is

12.07.2016

Sæstrengur til Evrópu hangir á stuðningi frá breskum stjórnvöldum

eyjan.is

12.07.2016

Sæstrengur til Evrópu – skýrsla verkefnisstjórnar

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

12.07.2016

Harka í samningum

vb.is

19.06.2016

Lessons learned from a project developer - Advanced Submarine Power Cable and Interonnection Forum (á ensku)

Martin Moran, National Grid

14.06.2016

Bilun í Basslink-sæstrengnum 16. desember 2015

Skúli Jóhannsson, grein í Morgunblaðinu

09.06.2016

Dragi úr pólitískri áhættu

Morgunblaðið

02.06.2016

Fire and Ice (á ensku)

Audi Magazine

20.06.2016

Sæstrengur til Bretlands, samanburður á Beinu leiðinni og Eyjaleiðinni

Skúli Jóhannsson, grein í Morgunblaðinu

11.05.2016

Sæstrengur tengi eyjar Norður-Atlantshafsins

visir.is

23.04.2016

Sæstrengur milli Íslands og Bretlands?

kjarninn.is

21.03.2016

Shetlands could be northern supergrid hub (á ensku)

Shetland News

07.03.2016

UK needs a ‘smart power revolution’, says Infrastructure Commission (á ensku)

Carbon Brief

04.03.2016

Fyrirspurn - Corri Wilson MP (SNP, Ayr, Carrick and Cumnock)  Electricity Interconnectors: Iceland

Breska þingið

19.02.2016

Ministers consider linking UK's National Grid to Norway in bid to harness country's green energy (á ensku)

Independent

13.02.2016

Samspil vinds og vatns ein verðmætasta auðlind Íslands

vb.is

30.01.2016

Græna raforkan gullkista Norðurlandanna

visir.is

28.01.2016

Fyrstu skrefin í átt að raforkuflutningskerfi í Norður-Atlantshafi

Orkustofnun

26.01.2016

Sæstrengurinn til Bretlands á borði forsetans

ruv.is

18.01.2016

Energy for Everyone? (á ensku)

Iceland Review

01.01.2016

Ísland getur orðið grænt batterí fyrir Evrópu

kjarninn.is

09.12.2015

Sæstrengur til Bretlands og rafmagnsvæðing íslenska flotans fer ekki saman

eyjan.is

30.11.2015

Segir orðróm um að Rio Tinto vilji selja orkuna úr Straumsvík í gegnum sæstreng

kjarninn.is

30.11.2015

Stál í stál í kjaradeilu álversstarfsmanna

mbl.is

30.11.2015

Sæstrengsmöguleikinn gæti opnast upp á gátt

kjarninn.is

25.11.2015

Flytja orku út á daginn og inn að nóttu

ruv.is

22.11.2015

Wind from Britain, solar from Sahara, geothermal from Iceland (á ensku)

The Guardian

22.11.2015

Sæstrengur er umhverfismál

ruv.is

12.11.2015

Höldum okkur við staðreyndir

visir.is

12.11.2015

Alls óvíst hvort sæstrengur sé hagkvæmur

ruv.is

11.11.2015

Höldum okkur við staðreyndir

visir.is

10.11.2015

Samþykkt að hefja könnunarviðræður við Breta um lagningu sæstrengs

eyjan.is

06.11.2015

Könnunarviðræður um sæstreng

mbl.is 

06.11.2015

„Það er ekki til nein álfaorka“

mbl.is

06.11.2015

Björk og Andri Snær skjóta á ríkisstjórnina

vb.is

06.11.2015

Andri Snær og Björk: Umræða um sæstreng til Bretlands í anda sagna af álfum og tröllum

visir.is

06.11.2015

Björk biður um stuðning gegn stjórninni

ruv.is

06.11.2015

Verkefnisstjórn falið að ræða við bresk stjórnvöld

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

06.11.2015

Sæstrengur gæti verið mjög hagkvæmur

ruv.is

05.11.2015

House of Lords Debate - Electricity System Resilience (1) (2) (3) (4) (5)

Breska þingið

03.11.2015

Eins og að setja kvóta á uppboð í útlöndum 

ruv.is

03.11.2015

Hækkar rafmagnsreikninginn um 12 þúsund 

ruv.is

02.11.2015

Cameron wants sea cable to bring lava power from Iceland (á ensku)

The Sunday Times

01.11.2015

Icelandic volcanoes to power Scotland through subsea cable (á ensku)

Herald Scotland

30.10.2015

Sterk rök fyrir útflutningi raforku

ruv.is

30.10.2015

Líst vel á samkomulag Cameron og Sigmundar

ruv.is

30.10.2015

Bretar fjármagni sæstreng til Íslands

ruv.is

29.10.2015

Sigmundur og Cameron stofna starfshóp um sæstreng

vb.is

29.10.2015

Cameron og Sigmundur skipa sæstrengs-hóp

ruv.is

29.10.2015

Multi-billion pound plan to power UK homes with Icelandic volcanoes within 10 years (á ensku)

ITV

29.10.2015

Iceland's volcanoes could power British homes (á ensku)

Sky News

29.10.2015

Britain and Iceland to revive volcano power project (á ensku)

Reuters

29.10.2015

Icelandic volcanoes could power British homes (á ensku)

RT

29.10.2015

Volcanoes in Iceland could provide power to British homes through 750 mile-long undersea pipe (á ensku)

The Mirror

29.10.2015

David Cameron to announce plan to power UK by harnessing Iceland's volcanoes (á ensku)

Independent

29.10.2015

Iceland volcanoes may provide electricity for Britain, David Cameron to announce (á ensku)

Business Reporter

29.10.2015

UK and Iceland consider setting up undersea electricity pipeline (á ensku)

Politics Home

29.10.2015

Miklar breytingar fram undan í breskum orkumálum

vb.is

29.10.2015

Tvíhliðafundur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Davids Cameron

Forsætisráðuneytið

28.10.2015

Einkaaðilar komi að fjármögnun sæstrengs

visir.is

07.10.2015

Hagsmunabarátta vegna sæstrengs - Almannahagsmunir ráði för

kjarninn.is

24.09.2015

Bjarni: Sæstrengurinn er áhugaverður kostur

vb.is

22.09.2015

Nokkrir punktar um sæstreng til Bretlands og vindrafstöðvar

Skúli Jóhannsson, grein í Morgunblaðinu

21.08.2015

Sæstrengur til Evrópu krefst styrkingar á raforkuflutningskerfi Íslands

Landsnet.is

11.08.2015

Lagning sæstrengs kallar á styrkingu kerfis - og pólitíska ákvörðun

kjarninn.is

11.08.2015

Sæstrengur þarf stærra raforkukerfi 

ruv.is

23.07.2015

Sæstrengur sniðinn að stefnu ESB

mbl.is

17.07.2015

Kostir og gallar sæstrengs metnir: Kallað eftir "alvöru viðræðum" við Breta

kjarninn.is

16.07.2015

Sviðsmynd Landsvirkjunar og sæstrengsumræðan

Elías Elíasson, grein í Morgunblaðinu

14.07.2015

Landsvirkjun ekki með í sæstrengsrannsókn

ruv.is

11.07.2015

Sæstrengur mun líka gera íslenska orku óhreina

bbl.is

10.07.2015

Athugasemdir við grein Óla Grétars um sæstreng

Skúli Jóhannsson, grein í Morgunblaðinu

01.07.2015

Dagdraumar um sæstreng til Bretlands

visir.is

26.06.2015

Sæstrengur þyrfti ekki að kalla á stórfelldar virkjanir

visir.is

23.06.2015

Contract Award for the World's Longest HVDC Route Survey (á ensku)

mmt.se

15.06.2015

Andstaða gegn sæstrengnum

mbl.is

11.06.2015

Andstaða gegn sæstrengnum

mbl.is

11.06.2015

Orkustofnun veitir leyfi til rannsókna á hafsbotni vegna sæstrengs

orkustofnun.is

08.06.2015

Sjávarbotnsrannsókn hafin vegna strengs til Bretlands

visir.is

08.06.2015

Erum að vinna með eilífðarvélar - Viðtal

Morgunblaðið

31.05.2015

Framtíðarsýn með sæstreng til Bretlands

kjarninn.is

26.05.2015

Bandarísk stórfyrirtæki vilja leggja sæstreng til Íslands – funduðu með ráðherrum í síðustu viku

kjarninn.is

18.05.2015

Er sæstrengurinn munaðarlaus?

visir.is

16.05.2015

Mikil áhersla lögð á hugmyndir um lagningu sæstrengs

bbl.is

18.05.2015

Er sæstrengur glapræði eða gróðamylla?

mbl.is

15.05.2015

Sykki fleira en sæstrengurinn?

mbl.is

16.05.2015

Mun rigna gulli?

vb.is

11.05.2015

The Changing Arguments for Cross-Border Electricity Transmission - Advanced Submarine Power Cable and Interonnection Forum (á ensku)

Benedikt Unger, Pöyry

11.05.2015

Segir sæstrengsmál í hárréttum farvegi

visir.is

05.05.2015

Forsetinn lýsir velþóknun á raforkusölu um sæstreng

visir.is

05.05.2015

Ávarp stjórnarformanns á ársfund Landsvirkjunar

lv.is

05.05.2015

Ávarp fjármála- og efnahagsráðherra á ársfundi Landsvirkjunar

lv.is

05.05.2015

Ávarp forseta Íslands á ársfundi Landsvirkjunar

Skrifstofa forseta Íslands

05.05.2015

„Enginn sæstrengur við núverandi kerfi“

vb.is

01.05.2015

Mikilvægt að hefja viðræður um sæstreng

vb.is

22.04.2015

Bretar hafa mikinn áhuga á sæstrengnum

vb.is

22.04.2015

Grefur undan íslenskum iðnaði

vb.is

22.04.2015

Vill ræða við Breta og fá svör um sæstreng

visir.is

22.04.2015

Sæstrengur kallar ekki á stórvirkjanir

ruv.is

21.04.2015

Vill ráðherra á viku­lega fundi með Bret­um

mbl.is

21.04.2015

Björt: Af hverju er engin niðurstaða komin frá ráðherra um sæstreng?

kjarninn.is

21.04.2015

Bretar kalla enn eftir viðræðum um sæstreng við stjórnvöld hér

visir.is

21.04.2015

Sæstrengurinn ræddur í þaula – Afstaða Breta „mun ekkert breytast“

kjarninn.is

20.04.2015

Bresk­ir fjár­fest­ar vilja fjár­magna sæ­streng

mbl.is

20.04.2015

Sæstrengir Norðmanna

Björgvin Skúli Sigurðsson, grein í Morgunblaðinu

18.04.2015

Allir vilja fjölbreyttari orkugeira á Íslandi

vb.is

11.04.2015

Er samkeppnisstaða orku frá sæstreng til Bretlands að versna?

Elías Elíasson, grein í Morgunblaðinu

24.03.2015

UK Affirms Interest in IceLink Interconnector (á ensku)

Askja Energy

02.03.2015

Alvarlegur misskilningur iðnaðarráðherra

mbl.is

23.02.2015

Sæ­streng­ir lagðir milli æ fleiri landa

mbl.is

21.02.2015

Bretar ítreka áhuga á sæstreng

vb.is

11.02.2015

Challenging deployment of renewables in the North Atlantic (á ensku)

Norden

01.02.2015

House of Lords Debate - Electricity Generation

Breska þingið

08.01.2015

Ireland and United Kingdom are Best Options for Electricity Exports from Iceland (á ensku)

Askja Energy

23.12.2014

UK-Iceland Cable on the Global Infrastructure 100 List (á ensku)

Askja Energy

02.12.2014

Verkefnisstjórn skoðar sæstreng

vb.is

25.11.2014

Hærra raforkuverð jákvætt

mbl.is

25.11.2014

KPMG velur sæstreng sem áhugavert verkefni

vb.is

19.11.2014

UK Energy Investors Looking Towards Iceland (á ensku)

Askja Energy

12.11.2014

IceLink Offers High Increase in Social and Economic Welfare (á ensku)

Askja Energy 

04.11.2014

Ráðherra vinnur skýrslu um lykilþætti um sæstreng

vb.is

03.11.2014

Strengur gæti skilað 337 milljarða hagnaði á 40 árum

mbl.is

30.10.2014

Kapalviðræður í frosti

mbl.is

31.10.2014

Sæstrengur til Bretlands mjög arðsamur

mbl.is

29.10.2014

Sæstrengur gæti orðið mjög arðsamur

vb.is

29.10.2014

Telja að hægt verði að fá meiri tekjur með sölu um sæstreng

visir.is

29.10.2014

Sæstrengur til Bretlands og aðferðafræðin

Skúli Jóhannsson, grein í Morgunblaðinu

23.10.2014

65 milljarða ábati af sæstreng

mbl.is

16.10.2014

Björgvin Skúli: Ánægjulegt og hvetjandi

vb.is

16.10.2014

Norðmenn auka verðmætasköpun orkuauðlindanna

mbl.is

14.10.2014

Arðsemi orkuútflutnings

Skúli Jóhannsson, grein í Morgunblaðinu

07.10.2014

Einangruðu raforkukerfi fylgir áhætta og óhagkvæmni

mbl.is

11.09.2014

Klinkið - Ola Borten Moe (upptaka)

visir.is

10.09.2014

Sæstrengur er góð hugmynd

vb.is

10.09.2014

Klinkið: Evrópa ætti að auka gagnsæi á raforkumarkaðnum

visir.is

10.09.2014

Arðsemi orkuútflutnings - fundur VÍB (upptaka)

vib.is

10.09.2014

Arðsemi orkuútflutnings - viðtal við iðnaðarráðherra (upptaka)

vib.is

10.09.2014

Í beinni: Arðsemi orkuútflutnings

visir.is

09.09.2014

Fyrrverandi orkumálaráðherra Noregs í Hörpu

vb.is

07.09.2014

Fyrirspurn Dr Alan Whitehead MP (Lab , Southampton  Test) - European Interconnection

Breska þingið

04.09.2014

New Energy Projects Boost the Use of Undersea Power Cables (á ensku)

National Geographic

18.08.2014

Sæstrengur til Bretlands og vatnsafl á Íslandi

Skúli Jóhannsson, grein í Morgunblaðinu

29.07.2014

Icelandic Hydropower Offers Great Possibilities for the UK (á ensku)

Askja Energy

02.07.2014

Ótal spurningum ósvarað um sæstreng

mbl.is

25.06.2014

Segir sæstrenginn ekki ganga upp

mbl.is

24.06.2014

Vannýttir eiginleikar íslenska vatnsaflsins

mbl.is

03.06.2014

Raforkuverð mun hækka

mbl.is

04.06.2014

The Importance of Diversifying Europe's Energy Sources (á ensku)

Askja Energy

06.05.2014

Feasibility of IceLink (Iceland-UK Interconnector) (á ensku)

Askja Energy

30.04.2014

Nýtum tækifærin í orkustefnu Bretlands

mbl.is

28.04.2014

UK is Looking to Iceland for Electricity (á ensku)

Askja Energy

10.04.2014

Fyrirspurn Andrew Rosindell MP (Con, Romford) - UK-Icelandic business relations

Breska þingið

28.04.2014

Vaxandi þungi sagður vera af hálfu Íslendinga um lagningu sæstrengs

bbl.is

20.03.2014

Fyrirspurn Dr Alan Whitehead MP (Lab , Southampton  Test)  - Electricity Interconnectors: Iceland

Breska þingið

12.03.2014

Fyrirspurn Jonathan Reynolds MP (Lab, Stalybridge and Hyde) - Electricity Interconnectors: Iceland

Breska þingið

11.03.2014

Study of Cost of IceLink: 2.7 billion USD (á ensku)

Askja Energy

10.03.2014

Icelandic Electricity Would be Competitive in the UK (á ensku)

Askja Energy 

25.02.2014

Stærsta efnahagstækifæri Íslands

mbl.is

23.02.2014

Ræðir sæstreng við breskan kollega sinn

visir.is

22.02.2014

UK Will Import More Power from Neighbouring Countries in the Future (á ensku)

Askja Energy

03.02.2014

UK National Grid: IceLink is Feasible, Achievable and Viable (á ensku)

Askja Energy

27.01.2014

Orkustefna Bretlands verður sífellt áhugaverðari

mbl.is

27.01.2014

Arðsemi sæstrengs

vb.is

23.01.2014

Aukið öryggi með sæstreng

mbl.is

21.01.2014

Power under the sea (á ensku)

The Economist

20.01.2014

University Research on HVDC Development (á ensku)

Askja Energy

13.01.2014

UK National Grid Showing Interest in IceLink (á ensku)

Askja Energy

06.01.2014

Arður af sæstreng óviss

mbl.is

28.12.2013

Interesting Development in UK Electricity Strike Prices (á ensku)

Askja Energy 

18.12.2013

The Nordic Energy Infrastructure is Gaining Interest (á ensku)

Askja Energy

09.12.2013

Fjárfestar bíða eftir afstöðu stjórnvalda

vb.is

08.12.2013

Nokkur ár í sæstrengsákvörðun

mbl.is

05.12.2013

Upcoming New World Record Subsea Electric Cables (á ensku)

Askja Energy

02.12.2013

Undrast málflutning forsetans: „Er árið 2007 gengið í endurnýjung lífdaga?“

eyjan.is

21.11.2013

UK’s Electricity Strike Prices Positive for IceLink (á ensku)

Askja Energy

18.11.2013

Útflutt orka gríðarlega verðmæt

visir.is

14.11.2013

Ábyrgjast fjórfalt hærra verð

mbl.is

13.11.2013

60 prósent vilja skoða sæstreng

ruv.is

13.11.2013

Hörður: Höfum betri vöru en flestir

vb.is

13.11.2013

Líkur á háu raforkuverði um sæstreng

ruv.is

13.11.2013

Iceland Offers Unique Renewable Opportunities (á ensku)

Askja Energy

11.11.2013

Hörður vakti mikla athygli

vb.is

10.11.2013

What do you know about the IceLink project? (á ensku)

Arnar Pálsson

05.11.2013

Successful Energy Summit in London (á ensku)

Askja Energy

04.11.2013

Fjölmenni á íslenskri orkuráðstefnu í London

vb.is

01.11.2013

Of mikið gert úr hlutverki forsetans á sæstrengsráðstefnu í London

eyjan.is

31.10.2013

Segja Ólaf Ragnar biðla til Breta um að vera með í lagningu sæstrengs

visir.is

28.10.2013

Leitar eftir stuðningi við sæstreng

ruv.is

28.10.2013

Ekkert rafmagn að óbættu tjóni

mbl.is

28.10.2013

Engin raforka til Bretlands fyrr en tjónið af hryðjuverkalögunum verður bætt

eyjan.is

28.10.2013

Icelandic Energy Summit, London, November 1st 2013 (á ensku)

Askja Energy

28.10.2013

Premature Story in the Guardian (á ensku)

Askja Energy

28.10.2013

Er sæstrengur ígildi olíufundar?

visir.is

19.10.2013

Bíða eftir stjórnvöldum vegna lagningar sæstrengs

vb.is

19.10.2013

1 GW Iceland-UK Electric Subsea Cable May be Close (á ensku)

Askja Energy 

07.10.2013

Sæstrengur ábatasamur verði dregið úr áhættunni

vb.is

25.09.2013

Lágt raforkuverð til allra er léleg stefna

vb.is

25.09.2013

Sæstrengur gæti skilað 40 milljörðum á ári

mbl.is

25.09.2013

Umræða um sæstreng fyrir þingið í október

vb.is

25.09.2013

Opnum Ísland

vb.is

25.09.2013

Hærra raforkuverð en mikill ávinningur

ruv.is

25.09.2013

Sæstrengur verði skoðaður af fullri alvöru

mbl.is

12.09.2013

Significant Milestone Reached on HVDC Cable (á ensku)

Askja Energy

12.08.2013

Iceland Seeks Second Power Cable Study to Tap European Markets (á ensku)

Bloomberg

15.07.2013

Skila tillögum um lagningu sæstrengs

vb.is

26.06.2013

Vísbendingar um hagkvæmni sæstrengs - getur ruglað ratvísi sjávarspendýra

visir.is

26.06.2013

Haldið verði áfram með athugun

mbl.is

26.06.2013

Geta ekki fullyrt um hagkvæmni sæstrengs

vb.is

26.06.2013

Forsendur enn of veikar

mbl.is

26.06.2013

„Liggur mest á að vanda sig“

mbl.is

26.06.2013

Óvissa fylgi framkvæmdum við sæstreng

ruv.is

26.06.2013

Sæstrengur frá Íslandi til Bretlands

Valdimar K. Jónsson og Skúli Jóhannsson, grein í Morgunblaðinu

18.04.2013

Aukið orkuöryggi með sæstreng

mbl.is

22.03.2013

Raforkan og fiskurinn í sjónum

vb.is

22.03.2013

Fjölbreytt og góð áhrif af sæstreng

mbl.is

21.03.2013

Ónýtt orka fyrir fimmtán milljarða

ruv.is

21.03.2013

Hörður: Íslenskum iðnaði stendur engin ógn af sæstreng

vb.is

21.03.2013

Orka fyrir 15-20 milljarða ónýtt á hverju ári

vb.is

21.03.2013

Ónýtt orka í kerfinu

ruv.is

21.03.2013

Framkvæmd sem kallar á ríflega eina Kárahnjúkavirkjun í orkuöflun

bondi.is

07.03.2013

Iceland Looks to Export Power Bubbling From Below (á ensku)

New York Times

20.02.2013

Aukinn áhugi erlendis frá

mbl.is

31.01.2013

Fleiri störf með tilkomu sæstrengs

vb.is

31.01.2013

Þarf að skoða rafmagnssölu um sæstreng

ruv.is

31.01.2013

Sæstrengur gæti orðið áhrifamikil byggðaaðgerð

visir.is

20.01.2013

Allt að 200% hækkun

ruv.is

03.01.2013

Raforkuverð til heimila gæti nær fjórfaldast

bondi.is

29.11.2012

Þyrftu að auka orkuöflun

ruv.is

21.11.2012

Gæti þurft að auka orkuöflun

ruv.is

21.11.2012

„Fá sem mest en taka sem minnsta áhættu“

vb.is

21.11.2012

Orka frá íslenskum eldfjöllum?

mbl.is

12.11.2012

Sæstrengur Landsvirkjunar sá lengsti í heimi

vb.is

12.11.2012

Sæstrengur Landsvirkjunar kostar yfir 300 milljarða

vb.is

06.11.2012

15 skipaðir í ráðgjafahóp

mbl.is

02.07.2012

Iðnaðarráðherra skipar ráðgjafarhóp um sæstreng

vb.is

02.07.2012

Er rafmagnssæstrengur raunhæfur?

mbl.is

28.06.2012

Lagning sæstrengs myndi kosta um 320 milljarða kr.: Stærri fjárfesting en Kárahnjúkavirkjun

pressan.is

06.06.2012

Tvöfölduð framleiðsla rúmast innan ramma

visir.is

01.06.2012

Framsýn alfarið á móti raforkusölu um sæstreng

visir.is

01.06.2012

Hafnar alfarið raforkuútflutningi um sæstreng: Segja það draga úr atvinnuuppbyggingu

pressan.is

01.06.2012

Framsýn hafnar orku um sæstreng

ruv.is

01.06.2012

Sæstrengur gæti reynst arðbær

mbl.is

31.05.2012

Sæstrengur í skoðun

ruv.is

31.05.2012

Sæstrengur til skoðunar af fullri alvöru hjá báðum ríkjum

visir.is

31.05.2012

Hafnar hugmyndum um sæstreng

mbl.is

31.05.2012

Orkumálaráðherra Breta til landsins

ruv.is

29.05.2012

Ræðir mögulegan sæstreng

ruv.is

29.05.2012

Gífurleg umhverfisáhrif fyrirsjáanleg af tilkomu sæstrengs

visir.is

29.04.2012

Vilja mat á umhverfisáhrifum sæstrengs

ruv.is

29.04.2012

Gagnrýna rammaáætlun og sæstreng

mbl.is

29.04.2012

Ráðgjafahópur skipaður um sæstreng

mbl.is

27.04.2012

Valdimar K.: Hagkvæmni sæstrengs

mbl.is

20.04.2012

Sæstrengur: Orkumálaráðherra Breta væntanlegur til viðræðna

visir.is

12.04.2012

Bretar horfa til íslenskrar orku - Segja eldfjöllin skila þeim ódýrari orkureikningum

eyjan.is

12.04.2012

Oddný G.: Starfshópur um lagningu sæstrengs til Evrópu

vb.is

12.04.2012

Kanna hagkvæmni sæstrengs

ruv.is

12.04.2012

Skipar starfshóp um sæstreng

mbl.is

12.04.2012

Hörður Arnarson: Stærsta viðskiptatækifæri Íslendinga

vb.is

12.04.2012

Sæstrengur gæti stórbætt lífskjör

mbl.is

12.04.2012

Sæstrengur mikið tækifæri

ruv.is

12.04.2012

Uppbygging hér í forgangi

mbl.is

12.04.2012

Stærsta viðskiptatækifæri sem Íslendingar hafa staðið frammi fyrir

visir.is

12.04.2012

Hjörleifur með efasemdir

mbl.is

12.04.2012

Bretar vilja raforku frá Íslandi

ruv.is

11.04.2012

Hafa áhuga á orku frá Íslandi

mbl.is

11.04.2012

Ræða orkusölu til Evrópu

ruv.is

11.04.2012

Sæstrengur verði metinn næstu 2-3 ár

visir.is

14.03.2012

Galinn draumur um straum. Telur útflutning á orku gegnum sæstreng úrelda hugmynd

eyjan.is

02.03.2012

Raforkusala um sæstreng hagkvæm

ruv.is

19.02.2012

Gætum verið rík eins og Norðmenn

visir.is

08.01.2012

Sæstrengur gæti haft áhrif á útgjöld heimila

visir.is

06.07.2011

Illugi: Útflutningur á orku gegnum sæstreng jafnast á við norska olíusjóðinn

eyjan.is

27.04.2011

Allt að 5% orkuleki

vb.is

07.03.2011

Flytja út þegar verðið er hátt

visir.is

01.03.2011

Unnið að könnun á fýsileika sæstrengs

vb.is

28.02.2011

Landsvirkjun kannar sæstreng til Skotlands

visir.is

28.02.2011

Þrjár ókeypis "Blönduvirkjanir" - án umhverfisáhrifa

Edgar Guðmundsson, grein í Dagblaðinu Vísi

21.03.1997

Staðreyndir um sæstreng - II

Jón Bergmundsson, grein í Morgunblaðinu

24.03.1994

Staðreyndir um sæstreng - I 

Jón Bergmundsson, grein í Morgunblaðinu

22.03.1994

Tryggir 300 manns vinnu næstu 15 árin 

Dagblaðið Vísir

17.11.1992

Sæstrengur myndi auka hagvöxt um 2% árlega

Morgunblaðið

14.11.1992

Sæstrengur býður upp á mikla kosti

Pálmi R. Pálmason, grein í tímariti VST

01.04.1992

Orkuútflutningur um sæstreng: Könnunarviðræður iðnaðarráðherra og Bretanna

Dagblaðið Vísir

11.12.1987

Rafmagnsútflutningur: Orka fjögurra Blönduvirkjana til Breta?

Dagblaðið Vísir

06.11.1987

Hægt að leiða rafmagn frá Íslandi til Englands

Alþýðublaðið

11.04.1953