Landsvirkjun hefur til skoðunar ýmsa virkjunarkosti sem mætt gætu orkuþörf samfélagsins í framtíðinni. Við mat á þessum virkjunarkostum hefur fyrirtækið sjálfbæra þróun að leiðarljósi og leitast við að hafa jafnvægi á milli þriggja meginstoða hennar; efnahags, umhverfis og samfélags. Landsvirkjun leggur áherslu á að þekkja umhverfisáhrif starfsemi sinnar og leitar leiða til að draga úr þeim við undirbúning og hönnun virkjunarkosta.
Frá því að tiltekinn staður er greindur sem virkjunarkostur hefst langt ferli sem felur í sér ítarlegar hagkvæmni- og umhverfisrannsóknir ásamt löngu skipulags- og leyfisferli þar sem stofnunum, hagsmunaaðilum og almenningi gefst færi á að koma með athugasemdir á ýmsum stigum verkefna.
Vatnsafl
Vatnsafl
Vindur