Virkjunarkostir-old

Umfangsmiklar rannsóknir

Landsvirkjun er með virkjunarkosti til rannsókna víðs vegar um landið en kostirnir eru misjafnlega langt komnir í undirbúnings- og leyfisferli.

Frá því að tiltekinn staður er greindur sem mögulega áhugaverður virkjunarkostur hefst ferli sem felur í sér ítarlegar hagkvæmni- og umhverfisrannsóknir ásamt löngu skipulags- og leyfisferli þar sem stofnunum, hagsmunaaðilum og almenningi gefst færi á að koma með athugasemdir á ýmsum stigum verkefna.

Umhverfis- og hagkvæmnirannsóknir

Umhverfisrannsóknir eru veigamikill þáttur í starfsemi fyrirtækisins en við fyrstu athuganir á virkjunarhugmyndum skipta góðar upplýsingar miklu máli við að móta tilhögun einstakra virkjana og lágmarka umhverfisáhrif eins og kostur er.

Hagkvæmni einstakra kosta er einnig mikilvægur þáttur í vali á álitlegum virkjunarkostum en skilgreint hlutverk fyrirtækisins er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi.

 

Nánar um einstaka virkjunarkosti

Bjarnarflagsvirkjun

Jarðvarmi

Uppsett afl (MW)

50

Orkuvinnsla (GWst/ár)

420

Blöndulundur

Vindur

Uppsett afl (MW)

0-100

Orkuvinnsla (GWst/ár)

350 (P50)

Búrfellslundur - Endurhönnun

Vindur

Uppsett afl (MW)

0-120

Orkuvinnsla (GWst/ár)

440 (P50)

Fljótshnjúksvirkjun

Vatnsafl

Uppsett afl (MW)

58

Orkuvinnsla (GWst/ár)

405

Hágönguvirkjun

Jarðvarmi

Uppsett afl (MW)

135

Orkuvinnsla (GWst/ár)

1.107

Holtavirkjun

Vatnsafl

Uppsett afl (MW)

57

Orkuvinnsla (GWst/ár)

450

Hólmsárvirkjun, Atley

Vatnsafl

Uppsett afl (MW)

65

Orkuvinnsla (GWst/ár)

480

Hrafnabjargavirkjun

Vatnsafl

Uppsett afl (MW)

37

Orkuvinnsla (GWst/ár)

245

Hvammsvirkjun

Vatnsafl

Uppsett afl (MW)

93

Orkuvinnsla (GWst/ár)

720

Kjalölduveita

Vatnsafl

Uppsett afl (MW)

-

Orkuvinnsla (GWst/ár)

710

Skatastaðavirkjun

Vatnsafl

Uppsett afl (MW)

156

Orkuvinnsla (GWst/ár)

1.090

Skrokkölduvirkjun

Vatnsafl

Uppsett afl (MW)

45

Orkuvinnsla (GWst/ár)

345

Stóra Laxá

Vatnsafl

Uppsett afl (MW)

30-35

Orkuvinnsla (GWst/ár)

180

Stækkun Kröfluvirkjunar

Jarðvarmi

Uppsett afl (MW)

50-150

Orkuvinnsla (GWst/ár)

420 -1.260

Urriðafossvirkjun

Vatnsafl

Uppsett afl (MW)

140

Orkuvinnsla (GWst/ár)

1040

Virkjanir í Blönduveitu

Vatnsafl

Uppsett afl (MW)

31

Orkuvinnsla (GWst/ár)

194