Hrafnabjargavirkjun

Um virkjunarkostinn

Biðflokkur

Hrafnbjargavirkjun felur í sér að stífla Skjálfandafljót við Hrafnabjörg og mynda þannig uppistöðulón, Hrafnabjargalón. Frá lóninu er vatni veitt um göng að stöðvarhúsi neðanjarðar með frárennsli út í Skjálfandafljót neðan við Ingvararfoss.

Núverandi útfærsla gengur skemur í nýtingu fallhæðar en eldri útfærslur. Fallið er aðeins nýtt niður undir Aldeyjarfoss og að auki eru ekki gert ráð fyrir veitu Suðurár. Virkjunin hefur því ekki áhrif á Aldeyjarfoss í Skjálandafljóti né Ullarfoss í Svartá. Umhverfisáhrif eru því töluvert minni og afmarkaðri en við eldri útfærslur virkjunarinnar.

Verkefnið er samstarfsverkefni Landsvirkjunar og Hrafnabjargavirkjunar hf. og er Landsvirkjun með helmings hlutdeild í verkefninu á móti Hrafnabjargavirkjun hf.

Helstu kennistærðir

1491
Vatnasvið (km²)
404
Yfirfallshæð stíflu (m.y.s.)
26,8
Flatarmál lóns við vatnshæð 404 m.y.s. (km2)
297
Miðlun (Gl)
5,3
Lengd rennslisganga (km)
0,3
Lengd rennslisskurða (km)
52
Virkjað rennsli (m3/s)
94
Virkjað fall (m)
36,5
Afl (MW)
242
Orkugeta (GWh/ári)

Staða verkefnis

  • Forathugun frá 2002 liggur fyrir ásamt endurskoðun forathugunar frá 2014. Rannsóknarleyfi liggur fyrir og eru Landsvirkjun og Hrafnabjargavirkjun hf. handhafar leyfisins.

Staðsetning

Kort af svæðinu

Skýrslur og rannsóknir