Bjarnarflag

Um virkjunarkostinn

Orkunýtingarflokkur

Landsvirkjun hefur unnið að uppbyggingu nýrrar jarðvarmavirkjunar í Bjarnarflagi til fjölda ára en fyrir er 5 MW aflstöð. Bjarnarflagsvirkjun er í nýtingarflokki í rammaáætlun Alþingis um vernd og orkunýtingu landsvæða.

Rannsóknir gefa til kynna að jarðhitasvæði þar bjóði upp á mikla möguleika og hefur verkefnið verið kynnt opinberlega við fjölda tækifæra. Núverandi Bjarnarflagsstöð Landsvirkjunar hefur verið í rekstri frá árinu 1969, eða í yfir 40 ár og er í Bjarnarflagi ein elsta nýtingarsaga háhitasvæðis á Íslandi. Nýting jarðhitavökva á svæðinu fyrir raforkuvinnslu, hitaveitu, iðnað og til baða í rúma hálfa öld hefur jafngilt 15-45 MW raforkuframleiðslu.

Landsvirkjun leggur mikla áherslu á að nýta orkulindir með sjálfbærum hætti, með tilliti til áhrifa á efnahag, samfélag og umhverfi. Fyrirhuguð Bjarnarflagsvirkjun myndi nýta háhitasvæðið við Námafjall en svæðið teygir sig nokkuð suður fyrir fjallið og í norður rennur það saman við jarðhitasvæði Kröflu. Virkjunin yrði staðsett meðfram vesturhlíðum Námafjalls, sunnan þjóðvegar um Námaskarð.

Helstu kennistærðir

20
Stærð jarðhitasvæðis (km2)
6
Núverandi vinnsluholur
2-3
Fyrirhugaðar vinnsluholur
30
Afl til reiðu (MWe)
50
Uppsett afl eftir 1. áfanga (MWe)
420
Orkugeta (GWh/ári)

Óskum eftir sjónarmiðum hagsmunaaðila

Við leggjum áherslu á gott samstarf við samfélagið með því að stuðla að gegnsæjum vinnubrögðum og gagnvirku upplýsingaflæði. Hægt er að senda okkur tölvupóst á bjarnarflagsvirkjun@landsvirkjun.is.

Staða verkefnis

Áhersla á umhverfisrannsóknir og varfærna uppbyggingu

Landsvirkjun leggur mikla áherslu á varfærna uppbyggingu og ítarlegar rannsóknir í tengslum við allan undirbúning nýrrar virkjunar í Bjarnarflagi enda er náttúrufar við Mývatn sérstætt. Í þessu samhengi hefur fyrirtækið um áratuga skeið staðið fyrir ítarlegum umhverfisrannsóknum og vaktar reglulega ýmsa umhverfisþætti í tengslum við rekstur núverandi Bjarnarflagsvirkjunar og vegna undirbúnings aukinnar vinnslu í Bjarnarflagi. Má þar helst nefna efnasamsetningu og hitastig grunnvatns, yfirborðsvirkni, hljóðvist og loftgæði.

Í samræmi við ákvörðun Skipulagsstofnunar frá nóvember 2014 þarf að endurskoða mat á umhverfisáhrifum fyrir nýja virkjun. Fyrra mat á umhverfisáhrifum var fyrir 90 MW virkjun. Landsvirkjun telur að vegna sérstöðu svæðisins sé nauðsynlegt að taka varfærin skref í uppbyggingu og hefur því ákveðið að á næstu misserum verði farið í nýtt mat á umhverfisáhrifum fyrir 50 MW virkjun, þ.e. um helmingi minni virkjun en í fyrra mati.

Staðsetning

Kort af svæðinu

Skýrslur og rannsóknir

Hér má finna ýmsar útgefnar skýrslur um virkjunarkostinn Bjarnarflag og nýjustu gögn um umhverfisvöktun á svæðinu og nágrenni þess. Fleiri skýrslur, ásamt öðru útgefnu efni Landsvirkjunar, er að finna í Gegni, sameiginlegu kerfi íslenskra bókasafna.

 

Lýsing á virkjanakosti

Nafn Dagsetning Tegund Stærð
Tilhögun virkjunarkosts 90 MWe 06.07.2017 pdf 14,67 MB

 

Ýmsar skýrslur varðandi Bjarnarflag

Yfirlitsskýrslur um háhitasvæðin á Norausturlandi, jarðhitakerfið:

 

Mat á umhverfisáhrifum 2003

Matsskýrsla vegna mats á umhverfisáhrifum fyrir 90 MWe Bjarnarflagsvirkjun

Nafn Dagsetning Tegund Stærð
Matsskýrsla 06.07.2017 pdf 4,79 MB
Rýnt í niðurstöður mats á umhverfisáhrifum (2003) fyrir 90 MWe jarðvarmavirkjuna í Bjarnarflagi 06.07.2017 pdf 3,49 MB
Matskýrsla, viðaukar 06.07.2017 pdf 27,02 MB

 

Vöktun umhverfisþátta

Vatn og yfirborðsvirkni - ÍSOR

Niðurstöður mælinga á vatni og yfirborðsvirkni á jarðvarmavirkjanasvæðum Landsvirkjunar og nágrenni þeirra.

Nafn Dagsetning Tegund Stærð
2017 28.12.2017
2016 06.07.2017 pdf 21,61 MB
2015 06.07.2017 pdf 23,32 MB
2014 06.07.2017 pdf 26,02 MB
2013 06.07.2017 pdf 23,33 MB
2012 06.07.2017 pdf 9,7 MB
2011 06.07.2017 pdf 1,56 MB
2010 06.07.2017 pdf 0,67 MB
2009 06.07.2017 pdf 0,69 MB
2008 06.07.2017 pdf 0,91 MB
2007 06.07.2017 pdf 0,59 MB
2007 06.07.2017 pdf 0,77 MB
2006 06.07.2017 pdf 0,67 MB
2004 06.07.2017 pdf 0,2 MB
2003 06.07.2017 pdf 0,3 MB
Gróður - Náttúrustofa Norðausturlands

Niðurstöður rannsókna á gróðurfari á jarðvarmavirkjanasvæðum Landsvirkjunar og nágrenni þeirra.

Nafn Dagsetning Tegund Stærð
2016 06.07.2017 pdf 1,57 MB
2015 06.07.2017 pdf 1,31 MB
2014 06.07.2017 pdf 2,73 MB
2013 06.07.2017 pdf 8,92 MB
2012 06.07.2017 pdf 3,75 MB
Brennisteinsvetni - Mannvit hf

Niðurstöður mælinga á styrk brennisteinsvetnis í Reykjahlíð, Vogum, Kelduhverfi og á Húsavík

Nafn Dagsetning Tegund Stærð
2017 11.04.2018
2016 06.07.2017 pdf 4,84 MB
2015 06.07.2017 pdf 3,8 MB
2014 06.07.2017 pdf 3,72 MB
2012 - 2013 06.07.2017 pdf 3,52 MB
2011 - 2012 06.07.2017 pdf 2,6 MB
Hljóðstig - Mannvit hf

Niðurstöður mælinga á hljóðstigi á jarðvarmavirkjanasvæðum Landsvirkjunar og nágrenni þeirra.

Nafn Dagsetning Tegund Stærð
2016 06.07.2017 pdf 22,86 MB
2015 06.07.2017 pdf 21,95 MB
2014 06.07.2017 pdf 3,34 MB
Jarðhræringar - ÍSOR

Niðurstöður mælinga á jarðhræringum á jarðvarmavirkjanasvæðum Landsvirkjunar og nágrenni þeirra.

Nafn Dagsetning Tegund Stærð
2016 - 2017 06.07.2017 pdf 1,56 MB
2015 - 2016 06.07.2017 pdf 2,07 MB
2014 - 2015 06.07.2017 pdf 1,86 MB
2013 - 2014 06.07.2017 pdf 2,31 MB

Loftgæðamælingar

Mælingar á brennisteinsvetni hafa verið stundaðar í Reykjahlíð frá því í febrúar 2011 og á Eyvindarstöðum frá því í desember 2011. Tilgangur mælinganna er að fylgjast með styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti vegna jarðhitanýtingar og rannsókna. Helstu uppsprettur brennisteinsvetnis á svæðinu eru Gufustöðin í Bjarnarflagi (5 MW), Kröflustöð (60 MW), Þeistareykjastöð (90 MW) og náttúrulegt útstreymi frá jarðhitasvæðum. Í maí 2013 var bætti við mæli í Vogum og í mars 2015 var bætt við mæli á Húsavík sem var í framhaldinu færður upp á Reykjaheiði.

Fréttir og tilkynningar