Nánar

Matsskýrsla vegna Bjarnarflagsvirkjunar lögð fram

23. desember 2003

Bjarnarflag og KísilgúrverksmiðjanLandsvirkjun ráðgerir að reisa 90 MWe jarðvarmavirkjun, Bjarnarflagsvirkjun, í Bjarnarflagi í Skútustaðahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu. Auk virkjunarinnar er fyrirhugað að leggja 132 kV háspennulínu, Bjarnarflagslínu 1, frá Bjarnarflagsstöð að Kröflustöð til að tengja virkjunina raforkuflutningskerfi Landsvirkjunar.

Þrír staðsetningarkostir fyrir stöðvarhús og önnur mannvirki virkjunarinnar eru skoðaðir og bornir saman í matsskýrslunni. Nokkrar mismunandi útfærslur á legu háspennulínu út frá staðsetningarkostum virkjunar eru einnig skoðaðar. Vinna við mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Bjarnarflagsvirkjunar og Bjarnarflagslínu 1 fer fram samkvæmt lögum nr. 106/2000.

Matsskýrslan liggur frammi til kynningar frá 24. desember 2003 til 4. febrúar 2004 hjá Skipulagsstofnun, í Þjóðarbókhlöðunni, á skrifstofu Skútustaðahrepps, versluninni Seli á Skútustöðum og í íþróttahúsi Skútustaðahrepps. Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir til Skipulagsstofnunar fyrir 4. febrúar 2004.

Verkefnisstjórar hjá Landsvirkjun eru Albert Guðmundsson (albert hjá lv.is) og Árni Gunnarsson (arnig hjá lv.is).

Viðhengi:
Matsskýrsla Bjarnarflagsvirkjunar

 

Fréttasafn Prenta