Virkjunarkostir

Til að geta mætt orkuþörf framtíðarinnar er á hverjum tíma fjölbreytt úrval virkjunarkosta til skoðunar. Einungis hluti þeirra kosta sem eru skoðaðir verður að veruleika. Hér á landi er vönduð umgjörð um undirbúning virkjana, sem byggir á þremur meginþáttum: rammaáætlun, mati á umhverfisáhrifum og skipulagslöggjöf. Allt eru þetta tæki til að meta hvort áhrif á umhverfi séu of mikil til að ávinningur virkjunar sé ásættanlegur.

Undirbúningur virkjunarkosts er langt ferli sem spannar mörg ár og jafnvel áratugi. Við fyrstu athuganir á virkjunarhugmyndum skipta góðar upplýsingar miklu máli til að móta tilhögun einstakra virkjana og lágmarka umhverfisáhrif eins og kostur er. Við leggjum áherslu á gott samstarf við samfélagið í gegnum allt undirbúningsferlið og viljum eiga virkt samtal við hagsmunaaðila.

Ekki er hægt að birta kort