Rennslisprófun

Á myndbandinu hér fyrir neðan má sjá rennslisprófun sem fór fram 10. apríl. Opnað var alveg fyrir botnloku 1 og botnloku 2 var haldið lokaðri.

Botnloku 1 var haldið opinni þar til vatn fór að renna niður með Þjórsá, til þess að líkja sem mest eftir þeim aðstæðum sem búast má við yfir framkvæmdartímabil.

Botnloku 1 var svo lokað aftur og má þá sjá hvernig vatnið rennur til baka í báðar straumgáttir og undirstrikar mikilvægi þess að verja vinnusvæði vel og vandlega.

Rennslisprófun

10. apríl 2025