Landsvirkjun

Samfélag og náttúra

Í sátt við samfélag og umhverfi

Landsvirkjun er í eigu íslensku þjóðarinnar. Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er treyst fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Sem stærsti vinnsluaðili raforku á Íslandi berum við ábyrgð. Í okkar huga er það samfélagsleg ábyrgð Landsvirkjunar að skapa arð, fara vel með auðlindir og umhverfi og stuðla að því að þekking og jákvæð áhrif af starfsemi fyrirtækisins skili sér til samfélagsins. Við viljum tryggja að þessari stefnumörkun um ábyrgð okkar í samfélaginu sé framfylgt með því að setja okkur árleg markmið á sex áherslusviðum. Fylgstu með því hvernig við uppfyllum samfélagslegt hlutverk okkar. 

Skoða markmið

Landsvirkjun tekur þátt í UN Global Compact verkefninu. UN Global Compact verkefnið lýtur að hnattrænum viðmiðum um samfélagslega ábyrgð, en á hverju ári undirrita á annað þúsund fyrirtæki viðmið Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð. Fyrirtækin hafa öll góðan ásetning um að virða og innleiða tíu reglur sáttmálans um mannréttindi, vinnurétt, umhverfismál og varnir gegn spillingu, en þess má geta að aðeins um 200 þeirra ná að skila inn skýrslu árlega. 

Skýrsluna má finna hér.

Samfélagssjóður

Samfélagssjóðurinn var stofnaður árið 2010 í þeim tilgangi að halda utan um styrkveitingar Landsvirkjunar. Sjóðurinn styrkir verkefni á sviði lista-, góðgerða-, menningar-, íþrótta- og menntamála. Stefna sjóðsins er að styrkja verkefni sem hafa breiða samfélagslega skírskotun og möguleika á að hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag. Stjórn sjóðsins er skipuð starfsfólki Landsvirkjunar.

Nánar um sjóðinn