Samfélagsábyrgð

Landsvirkjun er í eigu íslensku þjóðarinnar. Hlutverk okkar er að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkulinda sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi.

Við förum vel með auðlindirnar

Stefna um samfélagsábyrgð

Sem stærsti vinnsluaðili raforku á Íslandi berum við ríka ábyrgð. Samfélagsábyrgð fyrirtækisins snýr meðal annars að því að fara vel með auðlindir og umhverfi, stuðla að því að þekking og jákvæð áhrif af starfsemi fyrirtækisins skili sér til samfélagsins og skapa arð.

Grundvallarmarkmið samfélagslegrar ábyrgðar Landsvirkjunar er að stuðla að sjálfbærri þróun í íslensku samfélagi. Við leitumst einnig við að taka þátt í alþjóðlegri umræðu um sjálfbærni og hafa jákvæð áhrif á samstarfsaðila okkar og virðiskeðju, á Íslandi sem og erlendis. Við vinnum að sjálfbærni með áherslu á jafnvægi á milli efnahags-, umhverfis- og samfélagslegra þátta í stefnumótun og starfsemi. Sjálfbærni snýr einnig að ábyrgri stjórnun og rekstri, sem og virkum samskiptum og samráði við hagaðila.

Helstu áherslur

  • Loftslagsaðgerðir

  • Orkuvinnsla í sátt við náttúru

  • Bætt nýting auðlinda og minni sóun

  • Öryggi og vellíðan starfsfólks og fagleg þjálfun

  • Jafnréttismál

  • Samvinna með nærsamfélögum

  • Ábyrgir starfshættir og siðferðisviðmið

  • Sköpun efnahagslegra verðmæta og arðs

  • Orkutengd nýsköpun