Stefna um samfélagsábyrgð

Núgildandi stefna um samfélagsábyrgð var samþykkt í september 2020.

Tilgangur

Samfélagsábyrgðarstefna á pdf

Samfélagsleg ábyrgð Landsvirkjunar er að skapa arð, fara vel með auðlindir og umhverfi og stuðla að því að þekking og jákvæð áhrif af starfsemi fyrirtækisins skili sér til samfélagsins.

Við tryggjum að stefnumörkun um samfélagsábyrgð sé framfylgt með því að setja okkur markmið og leggja áherslu á eftirtalda þætti í starfsemi fyrirtækisins.

Stefna um samfélagsábyrgð

  • Stjórnarhættir

    Við störfum eftir ábyrgum stjórnarháttum og fylgjum siðareglum fyrirtækisins í störfum okkar.

  • Virðiskeðjan

    Við vinnum með viðskiptavinum og birgjum sem sýna ábyrga stjórnarhætti.

  • Umhverfið

    Við leggjum áherslu á sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda, vinnum samkvæmt viðurkenndum, alþjóðlegum starfsháttum og lágmörkum umhverfisáhrif í starfsemi fyrirtækisins.

  • Samfélagið

    Við leggjum áherslu á gott samstarf við samfélagið, með því að stuðla að gegnsæjum vinnubrögðum og gagnvirku upplýsingaflæði, og stuðlum að því að samfélagið njóti góðs af starfsemi Landsvirkjunar.

  • Mannauður

    Við vinnum eftir ábyrgri stefnu í heilsu-, öryggis- og starfsmannamálum sem eiga að tryggja vellíðan, öryggi og jafnrétti starfsfólks.

  • Miðlun þekkingar

    Við sköpum virði fyrir atvinnulíf og samfélag með því að deila þekkingu og stuðla að nýsköpun.