Tilgangur
Tilgangur samkeppnisstefnu Landsvirkjunar er að tryggja að starfsemi fyrirtækisins sé á hverjum tíma í samræmi við ákvæði samkeppnislaga og góða viðskiptahætti.
Núgildandi samkeppnisstefna var samþykkt af stjórn Landsvirkjunar í janúar 2024.
Tilgangur samkeppnisstefnu Landsvirkjunar er að tryggja að starfsemi fyrirtækisins sé á hverjum tíma í samræmi við ákvæði samkeppnislaga og góða viðskiptahætti.
Landsvirkjun er stærsti raforkuframleiðandi landsins og í sterkri stöðu á þeim raforkumörkuðum sem fyrirtækið starfar á. Af þessari stöðu leiðir að aðrar og strangari kröfur eru gerðar hvað varðar háttsemi fyrirtækisins á markaði en almennt gildir um smærri fyrirtæki.
Landsvirkjun leggur á það áherslu að gæta þessara ríku skyldna við hvers kyns markaðsfærslu og í samskiptum við viðskiptavini og keppinauta. Í því felst m.a. að fyrirtækið gætir hlutlægni og jafnræði og að ákvarðanir í rekstri séu teknar á eðlilegum viðskiptalegum forsendnum.
Í þeim tilvikum þar sem Landsvirkjun er í samkeppni við eigin viðskiptavini, á í viðskiptum við keppinauta á raforkumörkuðum, eða í tilvikum þar sem samskipti við keppinauta eru nauðsynleg af öðrum ástæðum, skal sérstakrar varkárni gætt í því skyni að engar upplýsingar fari á milli aðila sem kunna að teljast viðkvæmar í samkeppnislegu tilliti.