Samskipti og samráð

Gott samstarf við samfélagið

Nýting endurnýjanlegra auðlinda er samofin samfélaginu og umhverfinu sem hún fer fram í. Þess vegna leggjum við okkur fram um að skapa umræðu- og þátttökuvettvang með hagaðilum okkar þar sem við getum lært hvert af öðru.

Við undirbúning framkvæmda og á framkvæmdatíma leitum við eftir samráði við þá sem eiga þar hagsmuna að gæta. Við byrjum á því að greina hverjir hagaðilarnir eru og síðan ræðst umfang samráðsins af eðli og stærð verkefnanna.

Árlega gerum við samskiptaáætlun fyrir hvert starfssvæði fyrir sig með tilliti til viðkomandi reksturs. Þetta er gert til að tryggja reglubundin samskipti og virka upplýsingagjöf.

Í framkvæmdaverkefnum fer umfang samskiptaáætlana eftir stærð verkefna og þær geta því orðið viðamiklar. Ávallt er leitast við að tryggja að allar raddir eigi greiðan aðgang að okkur.

Sjálfbærniverkefni

Virk samskipti eiga sér einnig stað á vettvangi tveggja sjálfbærniverkefna í tengslum við starfsemi okkar á Austurlandi og Norðausturlandi.

Verkefnin eru unnin í samstarfi við hagaðila okkar og er markmið þeirra að fylgjast með áhrifum af starfsemi Landsvirkjunar og tengdum rekstri á samfélag, umhverfi og efnahag á svæðunum.

Sjálfbærni.is

Facebook-síða sjalfbaerni.is

Sjálfbærniverkefni Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar var komið á til að fylgjast með áhrifum framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun og álverið í Reyðarfirði á samfélag, umhverfi og efnahag á Austurlandi.

Vöktun hefur staðið yfir frá árinu 2007. Austurbrú hefur haldið utan um verkefnið frá árinu 2013.

Kynntu þér vef verkefnisins á sjalfbaerni.is

Gaumur

Facebooksíða Gaums

Samhliða undirbúningi að uppbyggingu Þeistareykjastöðvar var sett af stað sjálfbærniverkefni.

Sjálfbærniverkefnið á Norðausturlandi er vöktunarverkefni þar sem fylgst er með þróun mála á sviði samfélags, umhverfis og efnahags á svæðinu frá Vaðlaheiði í vestri til og með Tjörneshreppi í austri.

Kynntu þér vef verkefnisins á gaumur.is