Gott samstarf við samfélagið
Nýting endurnýjanlegra auðlinda er samofin samfélaginu og umhverfinu sem hún fer fram í. Þess vegna leggjum við okkur fram um að skapa umræðu- og þátttökuvettvang með hagaðilum okkar þar sem við getum lært hvert af öðru.
Við undirbúning framkvæmda og á framkvæmdatíma leitum við eftir samráði við þá sem eiga þar hagsmuna að gæta. Við byrjum á því að greina hverjir hagaðilarnir eru og síðan ræðst umfang samráðsins af eðli og stærð verkefnanna.
Árlega gerum við samskiptaáætlun fyrir hvert starfssvæði fyrir sig með tilliti til viðkomandi reksturs. Þetta er gert til að tryggja reglubundin samskipti og virka upplýsingagjöf. Í framkvæmdaverkefnum fer umfang samskiptaáætlana eftir stærð verkefna og þær geta því orðið viðamiklar. Ávallt er leitast við að tryggja að allar raddir eigi greiðan aðgang að okkur.
Til þess að meta hvernig við getum komið til móts við væntingar hagaðila um upplýsingagjöf og stefnumótun tengda sjálfbærni fór fram viðamikið samráð við helstu hagaðila Landsvirkjunar á tímabilinu 2019-2020. Í því samráði koma fram hvaða efnisflokka þeir vilja að fyrirtækið leggi helst áherslu á og þeir sem þóttu mikilvægastir eru eftirfarandi, sjá hér að neðan.
Umhverfi
- Loftslagsaðgerðir
- Orkuvinnsla í sátt við náttúru landsins
- Bætt nýting auðlinda og minni sóun
Samfélag
- Öryggi og vellíðan starfsfólks og fagleg þjálfun
- Jafnréttismál
- Samvinna með nærsamfélögum
Efnahagur og stjórnarhættir
- Ábyrgir starfshættir og siðferðisviðmið
- Sköpun efnahagslegra verðmæta og arðs
- Orkutengd nýsköpun