Sjálfbærni

Landsvirkjun er í eigu íslensku þjóðarinnar. Hlutverk okkar er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er treyst fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Sem stærsti vinnsluaðili raforku á Íslandi berum við ábyrgð. Ábyrgð fyrirtækisins hvað varðar sjálfbærni snýr meðal annars að því að fara vel með auðlindir og umhverfi, stuðla að því að þekking og jákvæð áhrif af starfsemi fyrirtækisins skili sér til samfélagsins og skapa arð.

Við tökum þátt í UN Global Compact verkefninu. UN Global Compact verkefnið lýtur að hnattrænum viðmiðum um samfélagslega ábyrgð, en á hverju ári undirrita á annað þúsund fyrirtæki viðmið Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð. Fyrirtækin hafa öll góðan ásetning um að virða og innleiða tíu reglur sáttmálans um mannréttindi, vinnurétt, umhverfismál og varnir gegn spillingu. Skýrsluna má finna hér

Stefna okkar um samfélagslega ábyrgð

Grundvallarmarkmið samfélagslegrar ábyrgðar Landsvirkjunar er að stuðla að sjálfbærri þróun í íslensku samfélagi. Við leitumst einnig við að taka þátt í alþjóðlegri umræðu um sjálfbærni og hafa jákvæð áhrif á samstarfsaðila okkar og virðiskeðju, á Íslandi sem og erlendis. Við vinnum að sjálfbærni með áherslu á jafnvægi á milli efnahags-, umhverfis- og samfélagslegra þátta í stefnumótun og starfsemi. Sjálfbærni snýr einnig að ábyrgri stjórnun og rekstri, sem og virkum samskiptum og samráði við hagaðila. Stefna um samfélagsábyrgð