Umsagnir um hagsmunamál
Þróun á laga- og reglugerðarumhverfi okkar hefur mikla þýðingu fyrir hagsmuni og framtíð Landsvirkjunar og orkugeirans alls. Við mótum okkur upplýsta afstöðu hvað varðar hagsmunamál okkar og komum þeim á framfæri þegar á við, t.a.m. í formlegum samráðsferlum.
Hér má fræðast um afstöðu Landsvirkjunar ... lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit.
Umsagnir 2024
Landsvirkjun leggur áherslu á að stjórnvöld tryggi raforkuöryggi fyrir heimili og minni fyrirtæki, í ljósi þess að eftirspurn eftir raforku hefur aukist meira en framboð á síðustu árum. Mikilvægt er að koma í veg fyrir að heimili og almenn fyrirtæki keppi við stórfyrirtæki um orkuna.
Lögð voru fram þrjú lagafrumvörp um raforkuöryggi á árinu og bentum við m.a. á að:
- Nauðsynlegt væri að tryggja almenningi og smærri fyrirtækjum forgang, kæmi til skömmtunar vegna óviðráðanlegra atvika og önnur úrræði dygðu ekki til.
- Mikilvægt væri að skýra leikreglur í umhverfi kerfisbundinnar umframeftirspurnar sem ekki stafaði af óviðráðanlegum atvikum.
Ekkert frumvarpanna náði fram að ganga fyrir stjórnarslit í október, en við hvetjum til þess að í áframhaldandi vinnu verði sérstaklega horft til þessara atriða:
- Horft sé til erlendra fyrirmynda og að inngrip stjórnvalda gangi ekki lengra en þörf krefur.
- Fyrirkomulag raski ekki samkeppni og að hugað sé að almennum jafnræðisreglum.
- Farið sé vel með auðlindir og að fyrirkomulag tryggi að orkuauðlindum sé ekki sóað.
- Sá kostnaður sem óhjákvæmilega fylgi því að tryggja orkuöryggi verði lágmarkaður.
Mikilvægt er að virkjunarkostir verði þróaðir í tíma til að mæta raforkuþörf þjóðarinnar til ársins 2035. Við teljum brýnt að stjórnvöld samþykki tillögu verkefnisstjórnar rammaáætlunar um að flokka þrjá virkjunarkosti á Suðurlandi; Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun og Skrokkölduvirkjun, í nýtingarflokk. Sú flokkun þarf að gerast sem fyrst, eigi einn eða fleiri þeirra að vera komnir í rekstur fyrir árið 2035.
- Við hvetjum stjórnvöld til að raða ekki þremur vatnsaflskostum á Norðurlandi, Skatastaðavirkjun C, Skatastaðavirkjun D og Villinganesvirkjun, í verndarflokk, m.a. vegna orkuöryggis og staðsetningar utan eldvirkra svæða. Við teljum einnig að umfjöllun um þessa virkjunarkosti hafi verið ófullnægjandi.
- Við ítrekum mikilvægi þess að Kjalölduveita fái rétta lögformlega meðferð og verði metin af faghópum eins og lög gera ráð fyrir.
Hægt að setja inn myndir ef við viljumMikilvægt er að setja leikreglur um vindorkunýtingu til að tryggja orkuöryggi og loftslagsmarkmið. Þingsályktunartillaga var lögð fram 2024, ásamt frumvarpi um að fella nýtinguna undir rammaáætlun, en náðu ekki fram að ganga fyrir stjórnarslit.
Við tókum þátt í öllum samráðsferlum og lögðum til að:
- Ekki yrði lagt blátt bann við nýtingu vindorku innan miðhálendislínu. Við lögðum til að vindorkukostir innan miðhálendislínu yrðu ekki gjaldgengir í flýtimeðferð, en gætu áfram verið metnir í ferli rammaáætlunar og Alþingis.
- Ekki yrði grafið undan opinberum ferlum og valdsviði þingsins með því að veita sveitafélögum neitunarvald í eftir meðferð rammaáætlunar og Alþingis. Við teljum þó rök fyrir auknum heimildum sveitafélaga, fái vindorkukostur flýtimeðferð.
- Horft væri til raforkuöryggis Íslands þegar metið væri hvort vindorkukostur væri gjaldgengur í flýtileið. Að okkar mati er raforkuöryggi samofið markmiðum Íslands um orkuskipti og kolefnishlutleysi og þessi markmið ekki raunhæf nema raforkuöryggi sé tryggt.
- Við töldum umfjöllun um beitingu eigendastefnu Landsvirkjunar til að hafa áhrif á sölu jöfnunarorku vera óheppilega og ekki standast ákvæði laga. Við lögðum þannig til að þessi umfjöllun yrði fjarlægð.
Við teljum brýnt að rammaáætlun verði endurskoðuð, eigi hún áfram að vera það ferli sem ákvarðar hvar raforkuvinnsla sé heimil. Núverandi ferli er of flókið og tímafrekt, auk þess sem mikilvæga þætti vantar inn í vinnu rammaáætlunar. Til að mynda er þar ekki tekið tillit til orkuþarfar, ásamt því að deilur hafa verið um hvernig meta skuli virkjunarkosti og áhrif þeirra.
Í upphafi árs var skipaður starfshópur um endurskoðun rammaáætlunar frá grunni, í samræmi við stjórnarsáttmála. Við höfum tekið þátt í samráði og samtölum sem tengjast þeirri endurskoðun, en okkar helstu áherslumál eru:
- Eyða þarf óvissu um valdsvið verkefnastjórnar og tryggja rétt fyrirtækja til að láta reyna á vinnulag eða ákvarðanir hennar. Mikilvægt er að ekki séu deilur um lögmætt fyrirkomulag leyfisveitingarferlis orkuvinnslu.
- Leyfisveitingarferli orkuvinnslu styðji við orkuþörf og orkuöryggi til lengri tíma. Við teljum mikilvægt að taka ekki ákvarðanir um að útiloka kosti sem samfélagið mun þurfa á að halda í framtíðinni.
- Æskilegt er að slíta í sundur áform um orkunýtingu annars vegar og náttúruvernd hins vegar. Betur fer á því að friðlýsing landsvæða fari fram á forsendum náttúruverndarlaga en rammaáætlunar.
- Við getum nýtt okkur leiðarvísi og tól frá nýlegri löggjöf Evrópusambandsins á sviði endurnýjanlegrar orku (EU 2023/2413). Löggjöfin er EES-tæk og gerir ráð fyrir að leyfisveitingaferli endurnýjanlegrar orkuvinnslu skuli að hámarki taka tvö ár. Gagnlega fyrirmynd að skilvirkara leyfisveitingaferli má einnig finna í Noregi.
Á meðan ákall er eftir aukinni orkuvinnslu er það staðreynd að leyfisveitingarferli virkjunarkosta tekur ár og jafnvel áratugi. Við höfum bent á þessa stöðu um áraraðir.
Verkefnisteymi var stofnað á árinu 2024 til að einfalda og stytta þetta ferli. Í því eru fulltrúar frá Umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneyti, Orkustofnun og Umhverfisstofnun, ásamt ytri ráðgjöfum. Landsvirkjun hitti ráðgjafa hópsins og tók virkan þátt í samráði vegna þessarar vinnu ásamt öðrum hagsmunaaðilum. Frumvarp um einföldun leyfisferla og samræming málsmeðferðar var í kjölfarið sett á þingmálaskrá haustið 2024.
Í samskiptum okkar við verkefnisteymið og aðra bentum við á að hægt að nýta þá stefnu og aðferðarfræði sem Evrópusambandið hefur þróað á undanförnum árum til að hraða uppbyggingu endurnýjanlegrar orku. Við lögðum þannig til aðferðarfræði sem byggist tilskipun Evrópusambandsins um endurnýjanlega orkugjafa, RED II og RED III. Með þessum tillögum væri mögulegt að stytta leyfisveitingarferli í tvö ár, frá því að Alþingi setur kost í orkunýtingarflokk og að þeim tíma sem virkjunar- og framkvæmdarleyfi er veitt.
Fyrirtækið telur mikilvægt að nærumhverfi og þeir sem fyrir áhrifum verða af orkuvinnslu njóti sanngjarnrar hlutdeildar í ávinningnum. Tveir starfshópar á vegum stjórnvalda hafa unnið að tillögu um lagabreytingar í þá veru. Við studdum þá vinnu og tókum virkan þátt í samráði ásamt öðrum hagsmunaaðilum. Ekki náðist að leggja fram frumvarp um breytt skattaumhverfi orkuvinnslu fyrir kosningar um haustið.
Sjónarmið okkar eru meðal annars:
- Varasamt er að bera Ísland saman við önnur lönd, vegna ólíkra aðstæðna. Á Íslandi er arðsemi orkuvinnslu mun minni en í samanburðarlöndum, en neytendur njóta einnig hóflegs raforkuverðs.
- Finna þarf jafnvægi á milli þess að tryggja hagsmunaaðilum sanngjarna hlutdeild og letja ekki orkuvinnsluaðila frá uppbyggingu með íþyngjandi sköttum og gjöldum.
- Orkufyrirtækin greiða nú þegar umtalsverða skatta til ríkis og sveitarfélaga, en ójöfn skipting milli sveitarfélaga og skerðingar jöfnunarsjóðs valda óánægju.
- Allar breytingar þarf að greina með tillit til áhrifa þeirra á samkeppnishæfni orkufyrirtækja og alþjóðlega samkeppnishæfni Íslands, ásamt verðlagi og kjörum neytenda.
- Fasteignaskattar eru ekki endilega besta leiðin til að ná fram sanngjarnri skiptingu ávinnings og skapa sátt meðal hagsmunaaðila. Hægt væri að skoða aðrar útfærslur, svo sem skatt á framleidda orkueiningu.
2023
Sed ut perspiciatis unde omnis iste natus error sit voluptatem accusantium doloremque laudantium, totam rem aperiam, eaque ipsa quae ab illo inventore veritatis et quasi architecto beatae vitae dicta sunt explicabo.
Nemo enim ipsam voluptatem quia voluptas sit aspernatur aut odit aut fugit, sed quia consequuntur magni dolores eos qui ratione voluptatem sequi nesciunt.
- Neque porro quisquam est, qui dolorem ipsum quia dolor sit amet, consectetur, adipisci velit, sed quia non numquam eius modi tempora incidunt ut labore et dolore magnam aliquam quaerat voluptatem.
- Ut enim ad minima veniam, quis nostrum exercitationem ullam corporis suscipit laboriosam, nisi ut aliquid ex ea commodi consequatur?
- Quis autem vel eum iure reprehenderit qui in ea voluptate velit esse quam nihil molestiae consequatur, vel illum qui dolorem eum fugiat quo voluptas nulla pariatur
Sed ut perspiciatis unde omnis iste natus error sit voluptatem accusantium doloremque laudantium, totam rem aperiam, eaque ipsa quae ab illo inventore veritatis et quasi architecto beatae vitae dicta sunt explicabo.