Landsvirkjun

Um vottanir Landsvirkjunar

Gæðastjórnun samkvæmt ISO 9001

Landsvirkjun fékk vottun samkvæmt ISO 9001 staðlinum í janúar 2006 og markaði sú vottun upphafið að innleiðingu á samþættu stjórnkerfi fyrirtækisins. Undir gæðastjórnun falla einnig rafmagnsöryggismál og hefur skjalsett kerfi verið notað í nokkur ár samkvæmt kröfum Mannvirkjastofnunar um rafmagnsöryggisstjórnun rafveitna. Eftir að breytt raforkulög tóku gildi árið 2005 hefur gæðastjórnun hlotið meira vægi í starfsemi Landsvirkjunar.

Umhverfisstjórnun samkvæmt ISO 14001

Fyrirtæki með ISO 14001 vottun hefur farið í gegnum ferli sem felur í sér stefnumótun á sviði umhverfismála og ítarlega skoðun á hvaða umhverfisáhrif starfsemi fyrirtækisins hefur. Landsvirkjun setur sér markmið um hvernig megi draga úr mikilvægum umhverfisáhrifum starfseminnar en í staðlinum eru kröfur um að markmiðum sé náð og að sífelldar úrbætur eigi sér stað.

Öryggisstjórnun samkvæmt OHSAS 18001

Fyrirtæki sem starfa samkvæmt OHSAS 18001 staðlinum þurfa sífellt að vinna að umbótum á öryggi, heilsu og vellíðan starfsfólks. Staðallinn á meðal annars að tryggja að öryggis- og heilbrigðismál séu órjúfanlegur þáttur í matsog ákvörðunarferli við fjárfestingar, framkvæmdir, rekstur og kaup á vöru og þjónustu Landsvirkjunar.

Græn raforkuvinnsla

Þýska vottunarstofan TÜV SÜD hefur vottað raforkuvinnslu Landsvirkjunar sem græna raforkuvinnslu.

Stjórnun upplýsingaöryggis samkvæmt ISO/IEC 27001:2013

Landsvirkjun starfar samkvæmt stjórnunarkerfi upplýsingaöryggis sem uppfyllir kröfur staðalsins ISO/IEC 27001:2013. Umfang vottunar nær til allra starfsmanna og allrar starfsemi í höfuðstöðvum fyrirtækisins.