Landsvirkjun

Landsvirkjun selur um 80% af orkuvinnslu sinni til orkufreks iðnaðar en 20% orkunnar er seld til almennings og inn á kerfi Landsnets. Landsvirkjun stendur frammi fyrir fjölbreyttum tækifærum bæði hvað varðar nýjar vörur og sókn á nýja markaði, til dæmis á sviði kísilmálms og gagnavera.

Landsvirkjun leggur áherslu á samfélagsábyrgð í rekstri fyrirtækisins. Með það fyrir augum að hvetja samstarfsaðila og viðskiptavini til hins sama, hefur Landsvirkjun sett sérstaka stefnu varðandi heilindi í viðskiptum sem finna má hér. Vægi heilinda í virðiskeðjunni

Iðnaður

Landsvirkjun hefur síðan 1965 lagt áherslu á uppbyggingu langtímaviðskiptasambanda og boðið viðskiptavinum sínum verðmætaskapandi orkulausnir með það að markmiði að tryggja samkeppnishæfni þeirra og auðvelda stækkun fyrirtækja á gagnkvæmt verðmætaskapandi forsendum.

Fyrir frekari upplýsingar

Sölufyrirtæki

Landsvirkjun selur orku til opinberra þjónustufyrirtækja og býður eins til þriggja ára samninga á samkeppnishæfu orkuverði. Samningarnir geta t.d. verið á föstu eða breytilegu einingaverði meðan samningurinn er í gildi, bæði fyrir orku og afl. Aflverð er endurskoðað á hverju ári og samningar lengri en til eins árs eru neytandaverðtryggðir.

Fyrir frekari upplýsingar

Gagnaver

Landsvirkjun býður hagkvæmar orkulausnir fyrir gagnaversiðnaðinn. Fyrirtækið býður samkeppnishæf orkuverð til lengri tíma, áreiðanlega orkuvinnslu og 100% endurnýjanlega orku. Fyrirtækið býður fimm til tólf ára orkusamninga og samkeppnishæft umsamið markaðsverð. Í nýjum verkefnum koma til greina lengri samningar og aukinn orkuafsláttur fyrstu ár samnings.  

Fyrir frekari upplýsingar