Við leggjum áherslu á grænan rekstur, vistvæn innkaup og síaukna umhverfisvitund starfsfólks. Landsvirkjun hefur lokið innleiðingu Grænna skrefa á öllum starfsstöðvum fyrirtæksins. Markmiðið er að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum frá skrifstofustarfsemi, auka þekkingu starfsfólks á umhverfismálum og innleiða grænan rekstur.
Græn skref
Grænu skrefin eru fimm talsins, en hvert skref inniheldur 20 til 40 aðgerðir sem er skipt upp í sjö flokka:
Uppfylla þarf að minnsta kosti 90% aðgerða til að standast úttekt á Grænum skrefum, sem við höfum mikinn metnað fyrir.
Við vitum að umhverfisvænn vinnustaður skiptir starfsfólkið okkar máli. Grænu skrefin hjálpa okkur öllum að taka þátt, þau leiða af sér nýja þekkingu og hvetja okkur til að leita frumlegra og vistvænni lausna við bæði stór og lítil verk.
Svansvottað mötuneyti
Mötuneyti okkar á starfsstöðvum um allt land leggja sig fram um að bjóða upp á heilsusamlegan mat og á sama tíma lágmarka umhverfisáhrif þjónustunnar. Við leitum sífellt leiða til þess að tryggja að starfsemi okkar uppfylli ströngustu umhverfiskröfur hverju sinni og sem liður í því hlaut Lónið Bistro, mötuneyti okkar á höfuðborgarsvæðinu, Svansvottun árið 2022. Vottuninni fylgir aukin áhersla á lífræn og staðbundin matvæli, alfarið umhverfisvottuð efni í almennum þrifum, aðgerðir gegn matarsóun ásamt reglulegri markmiðasetningu og fræðslu.