Mannauður

Við leggjum ríka áherslu á að vera í fararbroddi sem vinnustaður enda mannauður lykillinn að árangri og velgengni. Hjá fyrirtækinu starfar fjölbreyttur hópur fólks sem hefur framsækni, ráðdeild og traust að leiðarljósi í allri sinni vinnu.

Mannauðurinn er auðlind

Laus störf hjá Landsvirkjun

Tækifærin hjá okkur eru fjölmörg og markmiðið er að byggja upp fjölbreyttan vinnustað þar sem ólík gildi og menning eru aflgjafi nýsköpunar. Við trúum því að þannig náist betri árangur og forsendur fyrir krefjandi og uppbyggilegu vinnuumhverfi.

Starfsfólk okkar býr yfir fjölbreyttri reynslu og menntun og jafnfréttisstefna er samofin rekstri fyrirtækisins. Við gerum miklar kröfur til okkar fólks en bjóðum jafnframt spennandi tækifæri til að þroskast í starfi og taka þátt í að gera Landsvirkjun enn verðmætari fyrir þjóðina.

Áherslur okkar í jafnréttismálum

Stefna okkar er að gæta fyllsta jafnréttis milli kvenna og karla og að starfsfólk njóti jafnra tækifæra óháð kyni. Þannig fer fyrirtækið ekki aðeins að lögum heldur nýtir jafnframt mannauð sinn á sem árangursríkastan hátt.

Í þessu augnamiði leitumst við meðal annars við að jafna kynjahlutföll innan hinna ýmsu starfa fyrirtækisins. Gætt er að jafnrétti hvað varðar ábyrgð og þátttöku starfsfólks í starfshópum, stjórnum og nefndum, auk þess eru greitt jöfn laun og/eða sömu kjör fyrir sömu eða jafn verðmæt störf.

Fólkið

Framtíðarsýn okkar er að vera framsækið raforkufyrirtæki á sviði endurnýjanlegra orkugjafa. Við störfum í alþjóðlegu umhverfi og viljum vera meðal þeirra bestu sem vinna og selja orku.

Landsvirkjun er stærsta orkufyrirtæki landsins og vinnur 73% af allir raforku á Íslandi. Hjá okkur starfa um 270 manns víðsvegar um landið.

Um helmingur starfsfólksins starfar í höfuðstöðvunum á Háaleitisbraut 68 í Reykjavík og á Akureyri. Þá starfar helmingur á fimm starfssvæðum sem eru staðsett við þær fimmtán vatnsaflsstöðvar, vindorkustöð og tvær jarðvarmavirkjanir sem starfræktar eru.

Persónuverndar­stefna

Traust er eitt af gildum Landsvirkjunar og hefur fyrirtækið einsett sér að tryggja áreiðanleika, trúnað og öryggi persónuupplýsinga sem unnið er með innan þess. Í því skyni hefur Landsvirkjun sett sér persónuverndarstefnu sem segir til um hvaða persónuupplýsingum félagið safnar, hvers vegna, hversu lengi upplýsingarnar eru varðveittar, hvert þeim kann að vera miðlað og hvernig öryggi þeirra er tryggt.

Tengiliður persónuverndarmála svarar öllum spurningum sem kunna að vakna varðandi persónuvernd á netfanginu personuvernd@landsvirkjun.is