Eftirsóttur vinnustaður
Hjá okkur starfa um 300 einstaklingar víðsvegar um landið.
Við tryggjum starfsfólki góðan aðbúnað og sveigjanleika til að einfalda og auðvelda heilbrigða samþættingu vinnu og einkalífs. Stöðugt er hlúð að vellíðan og farsæld starfsfólks og unnið með heilsutengdar forvarnir, öryggi og vinnuvernd. Við fögnum fjölbreytileikanum og leggjum áherslu á jafnrétti í öllum okkar störfum.
Þegar allt kemur til alls eru vinnustaðir fyrst og fremst mannauðurinn sem þar starfar að fjölbreyttum og áhugaverðum verkefnum með skýr sameiginleg markmið. Með góðri liðsheild og menningu náum við framúrskarandi árangri.