Mannauður

Mannauðurinn gegnir lykilhlutverki í vegferð Landsvirkjunar í orku- og loftslagsmálum. Við leggjum áherslu á að byggja upp metnaðarfullt starfsumhverfi sem nærir öfluga liðsheild, árangur og hvetjandi starfsanda - framsýnan vinnustað sem stuðlar að fjölbreytileika og mætir þörfum fólks um sveigjanleika.

Eftirsóttur vinnustaður

Hjá okkur starfa um 300 einstaklingar víðsvegar um landið.

Við tryggjum starfsfólki góðan aðbúnað og sveigjanleika til að einfalda og auðvelda heilbrigða samþættingu vinnu og einkalífs. Stöðugt er hlúð að vellíðan og farsæld starfsfólks og unnið með heilsutengdar forvarnir, öryggi og vinnuvernd. Við fögnum fjölbreytileikanum og leggjum áherslu á jafnrétti í öllum okkar störfum.

Þegar allt kemur til alls eru vinnustaðir fyrst og fremst mannauðurinn sem þar starfar að fjölbreyttum og áhugaverðum verkefnum með skýr sameiginleg markmið. Með góðri liðsheild og menningu náum við framúrskarandi árangri.

Markvisst unnið að jafnrétti

Við fögnum fjölbreytileikanum og vinnum markvisst að jafnrétti. Mannauðs- og jafnréttisstefnan okkar felur í sér að starfsfólk er metið að verðleikum og nýtur sömu tækifæra og réttinda í starfi óháð uppruna, kyni eða aldri. Einelti, kynbundin eða kynferðisleg áreitni og ofbeldi er ekki liðið á vinnustaðnum.

Jafnrétti og fjölbreytileiki mannauðs styður við árangur og framfarir og gerir Landsvirkjun að eftirsóknarverðum og aðlaðandi vinnustað.

Við erum stolt af viðurkenningum fyrir frammistöðu okkar í jafnréttismálum; m.a. gullmerki jafnlaunagreiningar PWC frá árinu 2014 og viðurkenning Jafnvægisvogar FKA árið 2022.

Spennandi tækifæri

Framundan eru spennandi tímar í orkuskiptum á heimsvísu.

Störf innan Landsvirkjunar eru fjölbreytt og spennandi og sköpum við starfsfólki tækifæri til að þroska og þróa getu sína, færni, hæfni og hæfileika og vinna að verkefnum sem það brennur fyrir.

Stefnur tengdar mannauði