Grænvarpið

Grænvarpið, hlaðvarp Landsvirkjunar um grænar lausnir, fjallar um sjálfbæra þróun og bætta nýtingu auðlinda, hvort sem um er að ræða vinnslu endurnýjanlegrar orku eða aðra þætti hringrásarhagkerfisins. Rætt er við áhugafólk og frumkvöðla um græna nýsköpun og tækifæri á því sviði.