Störf í boði

Hér getur þú sótt um starf hjá Landsvirkjun eða sent inn almenna umsókn.

Við leggjum áherslu á að byggja upp metnaðarfullt starfsumhverfi sem nærir öfluga liðsheild, árangur og hvetjandi starfsanda.

Lausar stöður

 • Blandaðu þér í hópinn!

  Framtíðarsýn okkar hjá Landsvirkjun er sjálfbær heimur, knúinn endurnýjanlegri orku. Á meðal þeirra aflstöðva okkar sem knýja græna nútíð og framtíð eru stöðvarnar á Blöndusvæði og við leitum að einstaklingi með skipulags- og stjórnunarhæfni í starf stöðvarstjóra þeirra.

  Í starfinu felst stjórnun og rekstur aflstöðva á Blöndusvæði; Blöndu- og Laxárstöðva. Viðkomandi ber einnig ábyrgð á samskiptum við hagsmunaaðila. Við leitum að einstaklingi sem býr yfir hæfni til að miðla upplýsingum, sýnir frumkvæði og er leiðtogi.

  Hæfni og þekking:

  • Menntun af rafmagns- og eða vélasviði
  • Leiðtogahæfileikar og færni til að styðja við öflugan mannauð
  • Reynsla af rekstri- og viðhaldsstjórnun
  • Reynsla af öryggis-, gæða- og umhverfisstjórnun
  • Drifkraftur og  sjálfstæð vinnubrögð
  • Gott vald á íslensku og ensku, í ræðu og riti

  Umsókn fylgi greinargóð ferilskrá og kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.

  • Umsóknarfrestur frá: 22.09.2023
  • Umsóknarfrestur til: 08.10.2023
  • Hafa samband: Þóra María Guðjónsdóttir, mannaudur@landsvirkjun.is

Almenn umsókn

 • Landsvirkjun leggur áherslu á að vera í fararbroddi sem vinnustaður fyrir framúrskarandi starfsfólk. Hjá fyrirtækinu stafar traustur hópur starfsfólks með býr yfir fjölbreyttri reynslu og þekkingu.

  Viljir þú slást í hóp starfsfólks Landsvirkjunar getur þú hér sett inn almenna umsókn um starf hjá Landsvirkjun.

  Athugið að almenn umsókn kemur ekki í stað umsóknar um auglýst störf. Við hvetjum þig til að fylgjast áfram með auglýstum störfum og sækja um ef þú uppfyllir skilyrði um menntun og hæfni.

  • Umsóknarfrestur frá: 01.01.2023
  • Umsóknarfrestur til: 31.12.2023
  • Hafa samband: Mannauður og menning (mannaudur@landsvirkjun.is)

Persónuverndar­stefna 

Lesa persónuverndarstefnu fyrir umsækjendur

Landsvirkjun er umhugað um öryggi persónuupplýsinga sem unnið er með innan fyrirtækisins.

Þess vegna höfum sett okkur sérstaka persónuverndarstefnu fyrir umsækjendur um störf.

Hún segir meðal annars til um hvaða persónuupplýsingum við söfnum, hvers vegna, hversu lengi upplýsingarnar eru varðveittar, hvert þeim kann að vera miðlað og hvernig við tryggjum öryggi þeirra.