Verkstjórn sumarvinnu ungmenna í Fljótsdalsstöð
Við leitum af verkstjóra til að halda utan um sumarvinnu Landsvirkjunar í Fljótsdalsstöð. Verkstjórar sjá um að leiða og hafa umsjón með hópi ungmenna 16-19 ára sem sinna ýmsum verkefnum tengdum umhverfinu og umhirðu í kringum aflstöðvar okkar.
Í starfinu felst ábyrgð á daglegum verkefnum vinnuhópsins, skipulagning, leiðsögn og fræðsla um rétt vinnubrögð og öryggi í starfi. Við viljum efla liðsheild og hvetja til góðra verka.
Helstu verkefni og ábyrgð verkstjóra:
- Dagleg ábyrgð og yfirumsjón með sumarvinnuhópnum í samvinnu við yfirmann
- Skipulagning og forgangsröðun verkefna
- Gefa skýr fyrirmæli
- Útdeila verkefnum til hópstjóra og ungmenna og þátttaka í störfum þeirra
- Leiðbeina um verklag og aðferðir og hafa eftirlit með að vel og rétt sé unnið
- Samskipti við foreldra/forráðamenn og aðra hagsmunaaðila í nærsamfélaginu
- Halda utan um tímaskráningar og skila þeim inn til yfirmanns
- Vinna markvisst að því að efla liðsheild og góða líðan í hópnum
Hæfniskröfur:
- Reynsla og áhugi af störfum með ungu fólki
- Góðir samskiptahæfileikar
- Stundvísi
- Skipulögð og fagleg vinnubrögð
- Sjálfstæði og frumkvæði í starfi
- Menntun sem nýtist í starfi
- Bílpróf
Umsóknarfrestur er til og með 2. apríl n.k.
- Umsóknarfrestur frá: 22.03.2023
- Umsóknarfrestur til: 02.04.2023
- Hafa samband: Mannauður (sumarstarf@landsvirkjun.is)