Störf í boði

Hér getur þú sótt um starf hjá Landsvirkjun eða sent inn almenna umsókn.

Við leggjum áherslu á að byggja upp metnaðarfullt starfsumhverfi sem nærir öfluga liðsheild, árangur og hvetjandi starfsanda.

Lausar stöður

  • Okkur vantar þig í öflugt teymi starfsfólks okkar á Mývatnssvæði. Í starfinu felst viðhald, rekstur og eftirlit á borholum, gufulögnum, skiljustöðvum og tilheyrandi búnaði gufuveita. Þú tekur líka þátt í áætlanagerð og skipulagningu verkefna á svæðinu ásamt því að aðstoða við sýnatökur. Um er að ræða dagvinnu.

     Æskileg hæfni

    • Vélfræðingur, vélstjóri, menntun á sviði málmiðnaðargreina
    • Þekking á búnaði gufuveitna
    • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og hæfni til að tileinka sér nýjungar 
    • Lipurð í mannlegum samskiptum
    • Reynsla af suðuvinnu æskileg
    • Réttindi og reynsla á vinnuvélum
    • Góð tölvukunnátta 

    Umsóknarfrestur er til og með 2. apríl n.k. 

    • Umsóknarfrestur frá: 20.03.2023
    • Umsóknarfrestur til: 02.04.2023
    • Hafa samband: Anna Rut Þráinsdóttir (mannaudur@landsvirkjun.is)
  • Verkstjórn sumarvinnu ungmenna í Fljótsdalsstöð

    Við leitum af verkstjóra til að halda utan um sumarvinnu Landsvirkjunar í Fljótsdalsstöð. Verkstjórar sjá um að leiða og hafa umsjón með hópi ungmenna 16-19 ára sem sinna ýmsum verkefnum tengdum umhverfinu og umhirðu í kringum aflstöðvar okkar.

    Í starfinu felst ábyrgð á daglegum verkefnum vinnuhópsins, skipulagning, leiðsögn og fræðsla um rétt vinnubrögð og öryggi í starfi. Við viljum efla liðsheild og hvetja til góðra verka.

    Helstu verkefni og ábyrgð verkstjóra:

    • Dagleg ábyrgð og yfirumsjón með sumarvinnuhópnum í samvinnu við yfirmann
    • Skipulagning og forgangsröðun verkefna
    • Gefa skýr fyrirmæli
    • Útdeila verkefnum til hópstjóra og ungmenna og þátttaka í störfum þeirra
    • Leiðbeina um verklag og aðferðir og hafa eftirlit með að vel og rétt sé unnið
    • Samskipti við foreldra/forráðamenn og aðra hagsmunaaðila í nærsamfélaginu
    • Halda utan um tímaskráningar og skila þeim inn til yfirmanns
    • Vinna markvisst að því að efla liðsheild og góða líðan í hópnum

    Hæfniskröfur:

    • Reynsla og áhugi af störfum með ungu fólki
    • Góðir samskiptahæfileikar
    • Stundvísi
    • Skipulögð og fagleg vinnubrögð
    • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi
    • Menntun sem nýtist í starfi
    • Bílpróf

    Umsóknarfrestur er til og með 2. apríl n.k.

    • Umsóknarfrestur frá: 22.03.2023
    • Umsóknarfrestur til: 02.04.2023
    • Hafa samband: Mannauður (sumarstarf@landsvirkjun.is)

Almenn umsókn

  • Landsvirkjun leggur áherslu á að vera í fararbroddi sem vinnustaður fyrir framúrskarandi starfsfólk. Hjá fyrirtækinu stafar traustur hópur starfsfólks með býr yfir fjölbreyttri reynslu og þekkingu.

    Viljir þú slást í hóp starfsfólks Landsvirkjunar getur þú hér sett inn almenna umsókn um starf hjá Landsvirkjun.

    Athugið að almenn umsókn kemur ekki í stað umsóknar um auglýst störf. Við hvetjum þig til að fylgjast áfram með auglýstum störfum og sækja um ef þú uppfyllir skilyrði um menntun og hæfni.

    • Umsóknarfrestur frá: 01.01.2023
    • Umsóknarfrestur til: 31.12.2023
    • Hafa samband: Mannauður og menning (mannaudur@landsvirkjun.is)

Persónuverndar­stefna 

Lesa persónuverndarstefnu fyrir umsækjendur

Landsvirkjun er umhugað um öryggi persónuupplýsinga sem unnið er með innan fyrirtækisins.

Þess vegna höfum sett okkur sérstaka persónuverndarstefnu fyrir umsækjendur um störf.

Hún segir meðal annars til um hvaða persónuupplýsingum við söfnum, hvers vegna, hversu lengi upplýsingarnar eru varðveittar, hvert þeim kann að vera miðlað og hvernig við tryggjum öryggi þeirra.