Á árinu 2003 voru sett ný raforkulög nr. 65/2003, en markmið laganna er að stuðla að þjóðhagslega hagkvæmu raforkukerfi og taka lögin til vinnslu, flutnings, dreifingar og viðskipta með raforku. Lögunum er m.a. ætlað að skapa forsendur fyrir samkeppni í vinnslu og viðskiptum með raforku.
Fyrirtæki sem eru viðskiptavinir okkar á heildsölumarkaði eru níu talsins:
Sum þessara fyrirtækja vinna einnig rafmagn í eigin aflstöðvum.
Við innleiddum nýtt samningsfyrirkomulag á heildsölumarkaði í byrjun árs 2017 með það að augnamiði að nýta sem best þær náttúruauðlindir sem fyrirtækinu er treyst fyrir. Þá hefur verið lögð áhersla á að verð endurspegli betur kostnað við framleiðslu á mismunandi vörum inn á heildsölumarkað og að fjölga vöruflokkum til hagkvæmni fyrir viðskiptavini og raforkukerfið í heild sinni. Í kjölfarið hefur aflskuldbinding Landsvirkjunar minnkað umtalsvert og skammtímakaup á rafmagni aukist. Bætt nýting raforkukerfisins með þessum hætti hefur í för með sér betri nýtingu á auðlindum.