Varamenn
- Agni Ásgeirsson
- Björn Ingimarsson
- Elva Rakel Jónsdóttir
- Eggert Benedikt Guðmundsson
- Stefanía Nindel
Stjórn Landsvirkjunar er samkvæmt lögum um Landsvirkjun skipuð af fjármálaráðherra á aðalfundi fyrirtækisins sem haldinn skal fyrir lok aprílmánaðar ár hvert. Hún ber ábyrgð á fjármálum og rekstri fyrirtækisins.
Stjórn Landsvirkjunar ræður forstjóra sem veitir fyrirtækinu forstöðu. Forstjóri er Hörður Arnarson. Stjórn og forstjóri fara með stjórn fyrirtækisins. Stjórn setur sér starfsreglur í samræmi við sjöttu grein laga um Landsvirkjun.
Núverandi stjórn var skipuð á aðalfundi fyrirtækisins þann 14. apríl 2025.
Brynja er fædd árið 1976 og býr í Garðabæ. Hún var skipuð í stjórn árið 2025 og er með M.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði frá Georgia Tech í Atlanta. Brynja hefur verið forstjóri Greiðslumiðlunar Íslands frá árinu 2021. Árin 2013 til 2021 starfaði hún hjá Creditinfo Group, lengst af sem framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi og svæðisstjóri Norður-Evrópu. Áður starfaði hún í sjö ár hjá Símanum. Brynja er í stjórn Viðskiptaráðs og Háskólaráðs Háskólans í Reykjavík. Hún hefur auk þess setið í fjölmörgum stjórnum, m.a. hjá Lífsverki lífeyrissjóði, Fossum fjárfestingarbanka og Sensa.
Berglind er fædd árið 1955 og býr á Akureyri. Hún er lögfræðingur frá HÍ, með MA gráðu í alþjóðasamskiptum frá Boston University og var skipuð í stjórn Landsvirkjunar 2025. Hún var aðstoðarforstjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar í París OECD og framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn. Þá var hún ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytis í 11 ár og síðar ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytisins. Berglind starfaði í utanríkisráðuneytinu og var sendiherra í París og Moskvu. Berglind hefur unnið að innflytjendamálum síðustu árin.
Hörður er fæddur árið 1967 og býr í Garðabæ. Hann er með M.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði frá háskólanum í Karlsruhe og var skipaður í stjórn Landsvirkjunar árið 2025. Hann hefur verið forstjóri Ósa – lífæð heilbrigðis og Icepharma frá árinu 2016. Árin 2015 til 2016 kom hann á fót og leiddi Stjórnstöð ferðamála. Áður starfaði hann í 15 ár hjá lyfjafyrirtækinu Actavis og forverum þess. Í upphafi gegndi hann þar stöðu framkvæmdastjóra rekstrarsviðs og varð síðar „Senior Vice President Asia Pacific and Africa“. Hörður hóf starfsferil sinn sem rekstrarráðgjafi hjá VSÓ Ráðgjöf.
Þórdís er fædd árið 1969 og býr í Reykjavík. Hún var skipuð í stjórn Landsvirkjunar 2025. Þórdís er með doktorspróf í lögfræði frá Háskólanum í Helsinki, LL.M gráðu frá New York University School of Law og Cand. juris gráðu frá Háskóla Íslands. Þórdís er prófessor við Háskólann í Reykjavík og er jafnframt forstöðumaður Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar sama skóla. Hún hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir stjórnvöld, háskóla, alþjóðastofnanir og félagasamtök. Hún var meðal annars stjórnarformaður Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR) á árunum 2019-2023, sat í endurupptökunefnd 2013-2019, dómstólaráði 2009-2017 og bankaráði Landsbankans hf. 2010-2014.
Sigurður Magnús Garðarsson var skipaður í stjórn Landsvirkjunar 2025. Hann er með doktorsgráðu í umhverfis- og byggingarverkfræði frá University of Washington, meistaragráðu í hagnýtri stærðfræði frá sama skóla og verkfræðipróf frá Háskóla Íslands. Sigurður Magnús er prófessor í umhverfis- og byggingarverkfræði við Háskóla Íslands og hefur verið forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs skólans síðan 2017. Áður starfaði hann sem verkfræðingur við ráðgjöf og hönnun hjá verkfræðistofum í Bandaríkjunum og á Íslandi. Sigurður Magnús hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir háskóla, stjórnvöld og félagasamtök, þar með talið verið stjórnarformaður Vísindagarða HÍ frá 2020, í stjórn samtaka norrænna tækniháskóla 2017-2023 og í stjórn Tækniseturs frá 2021.