Samfélagsstefna

Tilgangur og áherslur samfélagsstefnu

Lestu samfélagsstefnuna hér

Við samþykktum samfélagsstefnu Landsvirkjunar í febrúar 2022. Hlutverk hennar er að stuðla að því að starfsemi okkar hafi jákvæð áhrif og ábata í för með sér fyrir samfélagið samhliða ábyrgri nýtingu auðlinda.

Í stefnunni kemur fram að Landsvirkjun vill vera góður granni og taka virkan þátt í samfélagi sínu, t.d. með því að styðja við málefni og verkefni sem hafa jákvæð samfélagsáhrif. Við leggjum áherslu á góð samskipti og samvinnu við nærsamfélög enda helst nýting endurnýjanlegra auðlinda í hendur við uppbyggingu samfélagsins.

Við viljum vera leiðandi afl í samfélaginu, stuðla að orkutengdri nýsköpun og skapa ný og spennandi tækifæri í heimabyggð.