Samfélagsstefna

Við samþykktum núgildandi samfélagsstefnu Landsvirkjunar í janúar 2024.

Tilgangur samfélagsstefnu

Lestu samfélagsstefnuna hér

Tilgangur samfélagsstefnu Landsvirkjunar er að stuðla að jákvæðum samfélagsáhrifum og samfélagsábata af starfsemi fyrirtækisins samhliða ábyrgri nýtingu auðlinda.

Stefnan er sett af stjórn Landsvirkjunar að fenginni tillögu frá forstjóra fyrirtækisins og gildir fyrir alla starfsemi fyrirtækisins.

  • Góður granni

    Landsvirkjun er góður granni. Við komum fram af heiðarleika og virðingu og höfum að leiðarljósi að nærsamfélag njóti ávinnings af starfsemi okkar, allt frá undirbúningi verkefna í rekstur virkjana.

  • Virk þátttaka

    Við tökum virkan þátt í samfélaginu og styðjum við málefni og verkefni sem hafa jákvæð samfélagsáhrif.

  • Uppbyggjandi samskipti

    Við leggjum áherslu á uppbyggileg samskipti og samvinnu ásamt því að miðla þekkingu um starfsemi fyrirtækisins með fjölbreyttum hætti.

  • Leiðandi afl

    Við erum leiðandi afl í samfélaginu og stuðlum að orkutengdri nýsköpun með sjálfbærni að leiðarljósi.