Tilgangur og áherslur samfélagsstefnu
Í samfélagsstefnunni okkar kemur fram að Landsvirkjun vill vera góður granni og taka virkan þátt í samfélagi sínu, t.d. með því að styðja við málefni og verkefni sem hafa jákvæð samfélagsáhrif.
Við leggjum áherslu á góð samskipti og samvinnu við nærsamfélög enda helst nýting endurnýjanlegra auðlinda í hendur við uppbyggingu samfélagsins.
Við viljum vera leiðandi afl í samfélaginu, stuðla að orkutengdri nýsköpun og skapa ný og spennandi tækifæri í heimabyggð.