Loftslags- og umhverfis­stefna

Tilgangurinn er að vernda umhverfið samhliða ábyrgri nýtingu auðlinda

Skoða loftslags- og umhverfisstefnu

Landsvirkjun er í fararbroddi á sviði umhverfismála og stuðlar að sjálfbærri þróun í samfélaginu. Við berum virðingu fyrir náttúru landsins og ásýnd þess og vinnum stöðugt að því að bæta nýtingu auðlinda og koma í veg fyrir sóun. Áhersla er lögð er á að þekkja umhverfisáhrif starfseminnar, að draga úr þeim og koma í veg fyrir umhverfisatvik.

Landsvirkjun stefnir að kolefnishlutleysi og tekur virkan þátt í alþjóðlegri baráttu gegn loftslagsvánni. Markvisst er unnið að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, auka bindingu og bregðast við þeim áskorunum og tækifærum sem loftslagsbreytingum fylgja.

  • Við ætlum að hámarka nýtingu þeirra auðlinda sem þegar hafa verið virkjaðar

  • Árið 2025 verður starfsemi Landsvirkjunar kolefnishlutlaus

  • Við ætlum að halda árlegri losun gróðurhúsa­lofttegunda undir 4 gCO2 ígilda á kWst

  • Við ætlum að hætta að kaupa jarðefna­eldsneyti árið 2030

  • Enginn virkur úrgangur frá almennri starfsemi fer til urðunar árið 2024

  • Við leggjum höfuðáherslu á að koma í veg fyrir öll atvik sem eru skaðleg fyrir umhverfið