Virkjunarkostir

Við skoðum nú ýmsa virkjunarkosti sem gætu mætt orkuþörf íslensks samfélags í framtíðinni. Við mat á þeim höfum við sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Það þýðir að við horfum til hagkvæmni, framlags til samfélagsins og til hnattrænna umhverfismála. Við leitum allra leiða til að draga úr neikvæðum áhrifum á náttúru og samfélag.