Virkjunarkostir

Við skoðum nú ýmsa virkjunarkosti sem gætu mætt orkuþörf íslensks samfélags í framtíðinni. Við mat á þeim höfum við sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Það þýðir að við horfum til hagkvæmni kostanna, framlags til samfélagsins og til hnattrænna umhverfismála. Við leitum allra leiða til að draga úr neikvæðum áhrifum á náttúru og samfélag.

Vöndum undirbúning og hönnun

Frá því að tiltekinn staður er greindur sem virkjunarkostur hefst langt ferli sem felur í sér ítarlegar hagkvæmni- og umhverfisrannsóknir ásamt löngu skipulags- og leyfisferli þar sem stofnunum, hagsmunaaðilum og almenningi gefst færi á að koma með athugasemdir á ýmsum stigum verkefna.

Við leggjum áherslu á gott samstarf við samfélagið og eigum í opnum samskiptum við hagaðila.

Vatnsafl

Hvammsvirkjun

Fyrirhugað virkjunarstæði Hvammsvirkjunar er í neðanverðri Þjórsá. Öll mannvirki sem þarf við vinnslu raforku og flutning verða á grónu og aðgengilegu svæði.

Vindur

Vaðölduver

Landsvirkjun reisir nú fyrsta vindorkuver landsins á hraun- og sandsléttu austan Þjórsár, sunnan við Sultartangastíflu. Vaðölduver rís á stærsta aflsvæði Landsvirkjunar, Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Þar verða 28 vindmyllur á 17 ferkílómetra svæði og vonir standa til þess að spaðarnir verði farnir að snúast í lok árs 2026.

Vatnsafl

Virkjanir í Blönduveitu

Skammt ofan Blöndustöðvar er áformuð frekari nýting falls á núverandi veituleið frá Blöndulóni að Blöndustöð. Um er að ræða þrjár smærri virkjanir sem fullnýta til orkuöflunar allt að 69 m fall á veituleiðinni. Virkjanirnar verða tengdar með jarðstreng við tengivirki í Blöndustöðvar. Við hönnun er leitast við að nýta sem best þá innviði sem fyrir eru og lágmarka þannig umhverfisáhrif.