Landsvirkjun er umhverfisfyrirtæki ársins 2023
Samtök atvinnulífsins veittu Landsvirkjun umhverfisverðlaun samtakanna við hátíðlega athöfn á Umhverfisdegi atvinnulífsins í Hörpu fyrr í dag.

Skerðing á víkjandi orku
Grípa þarf til takmörkunar á afhendingu víkjandi orku til fiskimjölsverksmiðja og fiskþurrkana, auk gagnavera sem stunda rafmyntagröft.
Ástæða aðgerðanna er samspil erfiðs vatnsbúskapar, hárrar nýtingar stórnotenda á langtímasamningum og aukinnar eftirspurnar heimila og smærri fyrirtækja.

Fyrirtæki skapa virðiskeðju vetnis
Landsvirkjun og Linde hafa ákveðið að starfa með tveimur fyrirtækjum, N1 og Olís, að uppbyggingu virðiskeðju græns vetnis á Íslandi.
Markmiðið er að gera vetni að raunhæfum kosti í samgöngum á Íslandi, ekki síst fyrir vörudreifingu, þungaflutninga og stærri farartæki.
Getum bætt nýtni raforku um allt að 8%
Út er komin skýrsla um tækifæri til bættrar orkunýtni á Íslandi, unnin af dönsku ráðgjafarstofunni Implement.
Í henni kemur fram að tækifæri til bættrar orkunýtni um 1.500 GWst á ári, eða sem nemur um 8% af núverandi raforkunotkun þjóðarinnar.

S&P Global Ratings hækkar lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar
Matsfyrirtækið S&P Global Ratings hefur hækkað lánshæfismat Landsvirkjunar um einn flokk, í A- úr BBB+, með stöðugum horfum. Hækkun á lánshæfiseinkunninni endurspeglar mat S&P á sterkri fjárhagsstöðu Landsvirkjunar og góðum horfum fyrir næstu misseri.

Sjálfbær nýting og arðsemi að leiðarljósi
Við verðum kolefnishlutlaus 2025 en þá verður binding kolefnis að minnsta kosti jafn mikil og losun þess.
Til að ná markmiðum okkar höfum við gert loftslagsáætlun sem byggir á ítarlegri kortlagningu á kolefnisspori fyrirtækisins.
Loftslagsáætlunin okkar nær til ársins 2030.

Öflugur og eftirsóknarverður vinnustaður
Mannauðurinn gegnir lykilhlutverki í vegferð Landsvirkjunar í orku- og loftslagsmálum.
Við leggjum áherslu á að byggja upp metnaðarfullt starfsumhverfi sem nærir öfluga liðsheild, árangur og hvetjandi starfsanda. Við viljum að Landsvirkjun sé framsýnn vinnustaður sem stuðlar að fjölbreytileika og mætir þörfum fólks um sveigjanleika.


Grænvarpið
Grænvarpið, hlaðvarp Landsvirkjunar um grænar lausnir, fjallar um sjálfbæra þróun og bætta nýtingu auðlinda, hvort sem um er að ræða vinnslu endurnýjanlegrar orku eða aðra þætti hringrásarhagkerfisins. Rætt er við áhugafólk og frumkvöðla um græna nýsköpun og tækifæri á því sviði.
