Ríflega sex milljarða króna arðgreiðsla í ár
Á aðalfundi Landsvirkjunar samþykktu eigendur tillögu stjórnar um arðgreiðslu til íslenska ríkisins að fjárhæð 6,34 milljarðar króna fyrir árið 2020.

Grænvarpið
Rætt er við áhugafólk og frumkvöðla um græna nýsköpun og tækifæri á sviði vinnslu endurnýjanlegrar orku eða aðra þætti hringrásarhagkerfisins.

Gerum heiminn grænan saman
Landsvirkjun er í fararbroddi á sviði umhverfismála og stuðlar að sjálfbærri þróun í samfélaginu.

Sjálfbær nýting og arðsemi að leiðarljósi
Við leggjum ávallt ríka áherslu á að lágmarka það rask sem starfsemi okkar hefur í för með sér, að viðhalda náttúrulegum fjölbreytileika og að færa röskuð svæði eins og unnt er til fyrra horfs.


Byggjum upp fjölbreyttan vinnustað
Við leggjum ríka áherslu á að vera í fararbroddi sem vinnustaður enda mannauður lykillinn að árangri og velgengni. Hjá fyrirtækinu starfar fjölbreyttur hópur fólks sem hefur framsækni, ráðdeild og traust að leiðarljósi í allri sinni vinnu.


Grænvarpið
Grænvarpið, hlaðvarp Landsvirkjunar um grænar lausnir, fjallar um sjálfbæra þróun og bætta nýtingu auðlinda, hvort sem um er að ræða vinnslu endurnýjanlegrar orku eða aðra þætti hringrásarhagkerfisins. Rætt er við áhugafólk og frumkvöðla um græna nýsköpun og tækifæri á því sviði.
