Aðalfundur staðfestir 15 milljarða arð
Aðalfundur Landsvirkjunar sem haldinn var 29. apríl 2022 staðfesti skýrslu fráfarandi stjórnar og samstæðureikning fyrir árið 2021. Á fundinum var jafnframt samþykkt tillaga stjórnar um arðgreiðslu til eigenda að fjárhæð 15 milljarðar króna fyrir árið 2021.

Í fararbroddi í loftslagsmálum
Landsvirkjun situr í 81. sæti á lista Financial Times yfir þau evrópsku fyrirtæki sem hafa lækkað losun á framleiðslueiningu hvað mest á árunum 2015-2020 en samdráttur okkar nam 20,5%.

Ársskýrsla Landsvirkjunar 2021
Ársskýrsla Landsvirkjunar er komin út, fleytifull af fróðleik um starfsemi fyrirtækisins á viðburðaríku ári.

Breyta útblæstri í grænt metanól til orkuskipta
Landsvirkjun og þýska fjárfestingafélagið PCC SE munu rannsaka möguleika þess að fanga og nýta útblástur frá kísilmálmsverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík til framleiðslu á grænu metanóli. Grænt metanól og annað rafeldsneyti mun koma í stað jarðefnaeldsneytis í skipum.

Sjálfbær nýting og arðsemi að leiðarljósi
Við verðum kolefnishlutlaus 2025 en þá verður binding kolefnis að minnsta kosti jafn mikil og losun þess.

Byggjum upp fjölbreyttan vinnustað
Við leggjum ríka áherslu á að vera í fararbroddi sem vinnustaður enda mannauður lykillinn að árangri og velgengni. Hjá fyrirtækinu starfar fjölbreyttur hópur fólks sem hefur framsækni, ráðdeild og traust að leiðarljósi í allri sinni vinnu.


Grænvarpið
Grænvarpið, hlaðvarp Landsvirkjunar um grænar lausnir, fjallar um sjálfbæra þróun og bætta nýtingu auðlinda, hvort sem um er að ræða vinnslu endurnýjanlegrar orku eða aðra þætti hringrásarhagkerfisins. Rætt er við áhugafólk og frumkvöðla um græna nýsköpun og tækifæri á því sviði.
