Umhverfi

Sjálfbær nýting og arðsemi að leiðarljósi

Við verðum kolefnishlutlaus 2025 en þá verður binding kolefnis að minnsta kosti jafn mikil og losun þess.

Til að ná markmiðum okkar höfum við gert loftslagsáætlun sem byggir á ítarlegri kortlagningu á kolefnisspori fyrirtækisins.

Loftslagsáætlunin okkar nær til ársins 2030.

Mannauður

Öflugur og eftirsóknarverður vinnustaður

Mannauðurinn gegnir lykilhlutverki í vegferð Landsvirkjunar í orku- og loftslagsmálum.

Við leggjum áherslu á að byggja upp metnaðarfullt starfsumhverfi sem nærir öfluga liðsheild, árangur og hvetjandi starfsanda. Við viljum að Landsvirkjun sé framsýnn vinnustaður sem stuðlar að fjölbreytileika og mætir þörfum fólks um sveigjanleika.

Hlaðvarp Landsvirkjunar

Grænvarpið

Grænvarpið, hlaðvarp Landsvirkjunar um grænar lausnir, fjallar um sjálfbæra þróun og bætta nýtingu auðlinda, hvort sem um er að ræða vinnslu endurnýjanlegrar orku eða aðra þætti hringrásarhagkerfisins. Rætt er við áhugafólk og frumkvöðla um græna nýsköpun og tækifæri á því sviði.