Forgangsorkan verður ekki skert
Kerfið okkar er byggt upp með þeim hætti að ávallt verði staðið við skuldbindingar um afhendingu forgangsorku.
Grein eftir Tinnu Traustadóttur, framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í höfn
Orkustofnun hefur gefið út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Í kjölfarið sækir Landsvirkjun um framkvæmdaleyfi til Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
Þá gaf Orkustofnun jafnframt út leyfi til stækkunar Sigölduvirkjunar úr 150 MW í 215 MW með því að bæta fjórðu vélinni við.
Leyfi veitt fyrir framkvæmdum við vindorkuver við Vaðöldu
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti samhljóða á fundi sínum þann 11. september að veita Landsvirkjun leyfi til framkvæmda vegna vindorkuvers við Vaðöldu.
Um er að ræða leyfi vegna vegagerðar innan framkvæmdasvæðis annars vegar og leyfi til uppsetningar vinnubúða hins vegar.
Goslokahátíð í Kröflu
Goslokahátíð Kröflu er ný menningarhátíð í Mývatnssveit sem verður haldin dagana 19.-22. september 2024.
Tilgangurinn með hátíðahöldum er að fagna og minnast fjörutíu ára gosloka Kröfluelda. Landsvirkjun er einn helsti bakhjarl hátíðarinnar.
Olíubrennsla á leið út með nýjum samningi
Landsvirkjun og Orkubú Vestfjarða hafa gert samning um sölu á forgangsorku til fjarvarmaveitna á Vestfjörðum næstu fjögur árin.
Þannig verður hægt að reka fjarvarmaveiturnar án þess að reiða sig á olíu sem varaafl þegar afhending raforku er skert.
Landsvirkjun fær Sjálfbærniásinn
Nýverið fengum við Sjálfbærniásinn, fyrir að vera efst opinberra fyrirtækja í könnun á viðhorfi neytenda til frammistöðu atvinnulífsins í sjálfbærnimálum.
Sjálfbærniásinn er nýr samræmdur mælikvarði sem mælir viðhorf íslenskra neytenda til frammistöðu fyrirtækja í sjálfbærnimálum og gerir samanburð á stöðu og þróun á mörkuðum.
Raforkuöryggi
Við þurfum meiri græna orku til að sinna orkuskiptum og almennum vexti í samfélaginu.
Mikil eftirspurn er eftir raforku og við verðum að gæta þess að heimili og almenn fyrirtæki fái þá orku sem þau þurfa.
Þau eiga ekki að þurfa að keppa við stórfyrirtæki landsins um orkuna. Aukin orkuvinnsla skilar ekki raforku fyrr en 2026 og 2028.
Ábyrg nýting auðlinda
Við höfum sett okkur metnaðarfulla loftslags- og umhverfisstefnu.
Við berum virðingu fyrir náttúru landsins og leggjum ríka áherslu á að draga úr umhverfisáhrifum. Við stefnum að kolefnishlutleysi 2025 en þá verður binding kolefnis í starfsemi okkar að minnsta kosti jafn mikil og losun þess.
Tíminn fyrir aðgerðir er núna. Við ætlum að leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn loftslagsvánni.
Öflugur og eftirsóknarverður vinnustaður
Starfsfólkið okkar gegnir lykilhlutverki í vegferð Landsvirkjunar í orku- og loftslagsmálum.
Við leggjum áherslu á að byggja upp metnaðarfullt starfsumhverfi sem nærir öfluga liðsheild, árangur og hvetjandi starfsanda. Við viljum að orkufyrirtæki þjóðarinnar sé framsýnn vinnustaður sem stuðlar að fjölbreytileika og mætir þörfum starfsfólks um sveigjanleika.
Grænvarpið
Grænvarpið, hlaðvarp Landsvirkjunar um grænar lausnir, fjallar um sjálfbæra þróun og bætta nýtingu auðlinda, hvort sem um er að ræða vinnslu endurnýjanlegrar orku eða aðra þætti hringrásarhagkerfisins.
Rætt er við áhugafólk og frumkvöðla um græna nýsköpun og tækifæri á því sviði.