Styrkir

Um sjóði Landsvirkjunar

Okkur berst fjöldi styrktarbeiðna og því miður getum við ekki orðið við þeim öllum. Við flokkum styrktarbeiðnirnar eftir eðli þeirra. Ekki er hægt að verða við öllum beiðnum.

Við erum með Samfélagssjóð sem styður við verkefni sem hafa breiða samfélagslega skírskotun og möguleika á að hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag.

Markmið Orkurannsóknasjóðs er að veita styrki til námsmanna og rannsóknarverkefna á vegum háskóla, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga á sviði orkurannsókna.

Margar hendur vinna létt verk er sjóður sem heldur utan um átaksverkefni í formi vinnuframlags til vel skilgreindra verka ef verkefnin lúta að ræktun, hreinsun, viðhaldi og öðrum umhverfisbótum ásamt ýmsum samfélagsverkefnum.

Sjóðir Landsvirkjunar