Styrkir og sjóðir

Um sjóði Landsvirkjunar

Samfélagssjóðurinn okkar hefur það hlutverk að styðja við verkefni sem hafa breiða samfélagslega skírskotun og möguleika á því að hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag.

Við rekum einnig Orkurannsóknasjóð sem hefur það hlutverk að veita styrki til námsmanna og rannsóknarverkefna á vegum háskóla, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga á sviði orkurannsókna.

Þriðji sjóðurinn okkar er Margar hendur vinna létt verk. Þar styrkjum við vel skilgreind verkefni sem hlúa að umhverfi og samfélagi í nágrenni aflstöðva Landsvirkjunar, með vinnuframlagi sumarvinnuhópa ungmenna og verkstjórn.

Einnig er hægt að senda okkur almenna umsókn um styrk á formi styrktarlínu eða birtingar myndmerkis.