Fjármögnun

Áhersla á tryggt aðgengi fjármagns og fjölbreytt aðgengi að lánsfé

Til þess að tryggja aðgengi að fjármagni hefur Landsvirkjun aðgang að veltiláni sem veitt er af viðskiptabönkum fyrirtækisins, auk þess handbæra fjár sem fyrirtækið hefur á hverjum tíma. Þá höfum við sótt fjármagn með lántökum og með útgáfu skuldabréfa á innlendum og erlendum mörkuðum. Fyrirtækið hefur fengið lán frá Evrópska fjárfestingabankanum (EIB) og Norræna fjárfestingabankanum (NIB) og í gegnum verktakafjármögnun í Evrópu og Japan.

Skuldabréf Landsvirkjunar í íslenskum krónum er skráð í kauphöll Nasdaq OMX Iceland en fyrirtækið hefur einnig gefið út græn skuldabréf á USPP markaðnum og í gegnum EMTN skuldabréfaramma sem staðfestur er af fjármálaeftirlitinu í Lúxemborg. Kauphöllin í Lúxemborg heldur utan um skuldabréf Landsvirkjunar sem eru skráð og gefin út undir EMTN rammanum.

Lánshæfismatsfyrirtækin meta einnig lánshæfi Landsvirkjunar með ríkisábyrgð en fyrirtækið er hætt lántöku og útgáfu skuldabréfa sem njóta ríkisábyrgðar. Frekari upplýsingar um lánshæfi með ríkisábyrgð má finna í skýrslum lánshæfismatsfyrirtækjanna.

Lánshæfismat frá Moody's og S&P Global Ratings
Moody'sS&P Global Ratings
LangtímaeinkunnBaa1BBB+
Skammtímaeinkunn(P)P-2A-2
HorfurStöðugarStöðugar
Síðast uppfært12/11/201903/06/2021

Skýrslur frá lánshæfismatsfyrirtækjum