Vindur

Ísland er á meðal þeirra svæða í heiminum þar sem vindur á landi er hvað mestur. Vindorka á upptök sín í sólinni og geislum hennar, en geislar sólarinnar og gufuhvolf jarðar drífa áfram veðra- og vindakerfið. Þar myndast gríðarleg orka.

Verðmæti felast í rokinu

Kalt loft er þyngra en heitt loft og sígur niður, á meðan heitt loft stígur upp.

Loft streymir frá heitari svæðum, þar sem loftþrýstingur er hærri, til kaldari svæða þar sem loftþrýstingur er lægri. Því meiri munur á þrýstingi, þeim mun meiri er vindhraðinn. Vindinn má nýta til að snúa spöðum á vindmyllum og umbreyta hreyfiorku vindsins í raforku.

Umhverfisáhrif vindorkuvinnslu

Skýrsla um umhverfisáhrif vindorkuvinnslu

Vindorka er fremur nýr orkukostur á Íslandi. Mikilvægt er að greina umhverfisáhrif vindorkuvinnslu, rannsaka þau af kostgæfni og leita leiða til að draga úr neikvæðum áhrifum.

Landsvirkjun lét því gera skýrslu um helstu umhverfisáhrif vindorkuvinnslu. Hún kom út árið 2023 og markmið hennar var að svara spurningum Landsvirkjunar og auka þekkingu á umhverfisáhrifum vindmylla, í þeim tilgangi að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum við fyrirhugaða vindorkuvinnslu á Íslandi.

Hvernig er rafmagn unnið úr vindi?

Vindur

Tvær vindmyllur

Við rekum tvær vindmyllur í rannsóknarskyni á svæði sem kallast Hafið og er norðan við Búrfell. Hvor vindmylla um sig hefur 0,9 MW uppsett afl.

Rekstur rannsóknarvindmyllanna hefur leitt í ljós að aðstæður á Íslandi eru einstaklega hagstæðar og nýtingarstuðull með því hæsta sem mælist á landi.