Skipulag íslenska raforkumarkaðarins
Raforka er skilgreind sem markaðsvara og samkeppni ríkir á markaðinum. Jafnframt gilda almennar samkeppnisreglur um sölu rafmagns á Íslandi. Orkufyrirtækjum í opinberri eigu er því óheimilt að selja raforku undir kostnaðarverði. Eftirlitsstofnun EFTA fylgist með því að reglum sem gilda um raforkumarkaði innan evrópska efnahagssvæðisins sé fylgt.
Stórnotendur
Til að teljast stórnotandi þarf notandi samkvæmt raforkulögum að nota 80 GWs á ári (um 10 MW) á einum og sama staðnum. Þessir notendur tengjast svo beint við flutningskerfi Landsnets og fá orkuna afhenta þaðan á hárri spennu.
Almennir notendur
Á almennum markaði eru þeir notendur sem nota minna en 80 GWs á sama staðnum, bæði heimili og fyrirtæki. Þessir aðilar fá orkuna afhenta frá dreifiveitum á lágri spennu. Áður hafa dreifiveiturnar fengið orkuna afhenta frá flutningskerfi Landsnets.