Aðgerðaáætlun loftslags- og umhverfismála

Metnaðarfull markmið og aðgerðir
Við vitum að tíminn til aðgerða er núna. Fyrirtæki þurfa að setja sér metnaðarfull markmið til að stemma stigu við loftslagsbreytingar og hlúa að umhverfinu.
Við tökum þátt í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum, sýnum virðingu fyrir þeim náttúruauðlindum sem okkur hefur verið treyst fyrir að nýta og vöndum til verka. Þess vegna höfum við búið til áætlun um aðgerðir í loftslags- og umhverfismálum.
Í henni birtast metnaðarfull markmið og aðgerðir sem sýna forgangsröðun okkar næstu árin.


Hörður Arnarson forstjóri
„Loftslagsbreytingar varða okkur öll.
Sem orkufyrirtæki í eigu þjóðarinnar berum við ábyrgð á að bregðast við þeirri stöðu sem nú blasir við.
Við viljum leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, sem eru eitt mest aðkallandi viðfangsefni mannkyns.“

